Heimsins bezta bull

16 nóvember 2003

Ég var mættur í röðina fyrir utan Smáralind klukkan 01.50 aðfaranótt föstudagsins 14. nóvember. Ætlaði reyndar að mæta á Laugarveginn en treysti ekki "ofurbílnum" mínum því startarinn var bilaður og kælikerfið virkaði einfaldlega ekki. Sem er ekki gott hvað bíla varðar. Mættir voru tæplega 30 manns misjafnlega vel klæddir. Heppnin var mér hliðhöll því Sössi hafði lánað mér forláta lopahúfu, "alvöru" Kraft-galla og útileigustól til að takast á við biðina. Tíminn leið ansi hægt verð ég að segja. Ætlaði mér að klára LOTR; The Return of the King um nóttina en nennti því ekki. Í nesti voru 4 magic-dósir og 3-stk Tvix. Eftir um hálftíma bið mætti kærustupar með Chihuahua-hund...sem var í bleikri hettupeysu...Líklega æstur aðdáandi Muse (Hver er það svo sem ekki)...

Tíminn leið og fleiri bættust við og um 07.30 þegar Smáralind opnaði voru mættir u.þ.b. 200 manns í röðina. Mikið kapphlaup braust út þegar hurðirnar opnuðust og með klókindum og árræðni tókst mér að troðast vel framarlega í röðina...Þá hófst erfiðasti hjallinn á þessari löngu bið...Að standa kappklæddur inní Smáralind í einn og hálfan tíma! Tíminn leið endalaust hægt og til að bæta gráu ofan á svart létu starfsmenn Skífunnar "stórmyndina" Daredevil í tækið...(þ.e. í sjónvarpið fyrir ofan inngang Skífunnar). Um klukkan átta tilkynnti öryggisvörður að Skífan yrði opnuð á slaginu níu og þá yrði hleypt inn í 20 manna hollum og allir þeir sem væru með troðning myndu fara aftast í röðina (sem var orðin ansi löng á þessum tímapunkti)...Mér var orðið óendanlega heitt sem var sosum ágæt tilbreyting við kuldann sem var farinn að læðast yfir utan Smáralindina...Á slaginu níu opnaðist rennihurðin og komst ég inn í þriðja holli...Ætlaði mér að kaupa 6 stúkumiða...en höfðu þeir því miður klárast í hollinu á undan :( Keypti í staðinn 7 miða í stæði...

Fyrir utan Skífuna braust út mikil gleði og svekkelsi á sama tíma...Var búinn að tryggja mér miða á eina bestu tónleikahljómsveit í heimi sem er náttúrulega snilldin ein en áttaði mig á því að það hefði líklega verið nóg að mæta um 7-leytið í röðina...

Sjáumst 10. desember í höllinni...eftir 24 daga!

Þar sem uppselt varð á þessa tónleika á innan við klukkutíma...gleður mér að segja að í fórum mínum er einn Muse-stæðismiði sem vantar nýjan eiganda...Áhugasamir skiljið eftir skilaboð í comment-kerfinu...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home