Heimsins bezta bull

04 desember 2003

6 dagar í Muse tónleikana!!!

Á morgun verður dregið í undankeppni HM í fótbolta sem verður haldin í Þýskalandi sumarið 2006. Ísland er í fjórða styrkleikahópi af sjö...Bíð ég ansi spenntur eftir drættinum (samt ekki jafn spennandi og komandi tónleikar MUSE í laugardagshöll þann 10. desember...!!!) enda hef ég verið ansi duglegur að mæta á landsleiki síðan ég flutti á mölina fyrir um fjórum árum síðan...Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:


Pottur A
1, Frakkland, Portúgal, Svíþjóð, Tékkland, Spánn, Ítalía, England, Tyrkland

Pottur B
1, Holland, Króatía, Belgía, Danmörk, Rússland, Írland, Slóvenía, Pólland

Pottur C
1, Búlgaría, Rúmenía, Skotland, Serbía og Svartfjallaland, Sviss, Grikkland, Slóvakía, Austurríki

Pottur D
1, Úkraína , Ísland, Finnland, Noregur, Ísrael, Bosnía-Herzegovina, Lettland, Wales

Pottur E
1, Ungverjaland, Georgia, Hvíta Rússland, Kýpur, Eistland, Norður Írland, Litháen, Makedónía

Pottur F
1, Albanía, Armenía, Moldova, Azerbaijan, Færeyjar, Malta, San Marino, Liechtenstein

Pottur G
1, Andorra, Luxembourg, Kazakhstan


Þau lið sem mig langar að fá í okkar riðill eru: Frakkland/England, Holland, Skotland (hljótum að gera betur næst*), Norður Írland (*), Liechtenstein og Andorra...

En yfir í allt annað...Hvað er málið með nýju umferðarljósin á gatnamótum Kringlumýrar-og Miklubrautar?!?...Borgin var í tæpa tvo mánuði að setja upp þessi blessuðu beygjuljós og svo eru þau aðeins notuð á kvöldin...Mjög dularfullt. Væri algjör skandall ef ástæðan fyrir þessum ráðahag sé sá að verkfræðingar borgarinnar hafi vanmetið umferðarþungan á þessum gatnamótum...

Jæja hættur að nöldra...

Í lokin vil ég benda fólki á að Muse miðinn minn er ekki til sölu!!! (kanski fyrir 50þ...nei segjum 100þ :) )





0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home