Heimsins bezta bull

09 desember 2003

Muse tónleikarnir eru á morgun!!!

Áðan fór ég í Drekann og fékk mér hamborgaratilboð...Með því fylgir Pepsi. Ég borðaði í makindum mínum hamborgarann en furðaði mig á því hversu hræðilega vont þetta Pepsi var...Þegar ég var í óða önn að undirbúa SMS-sendinguna til að vinna eitthvað í þessum Pepsi-jólaleik áttaði ég mig...Ég var að drekka Pepsi Twist...Jakk...

Get ekki annað en verið sáttur með skilaboðin sem Húlli fékk, það að meistaradeildarsæti sé lágmark á þessari leiktíð...

Og það að menn hafi verið sáttir við spilamennskuna á móti Newcastle á laugardaginn var er hreinasti viðbjóður...Hef ekki séð leiðinlegri spilamennsku í háa herrans tíð!... Hef ég haldið með Liverpool allt frá árinu 1987 og er þessi spilamennska ein sú versta sem ég man eftir...Minnti óumdeilanlega mjög á norska landsliðið fyrir nokkrum árum síðan...Ó mæ god...Og Húlli...Heskey er ekki Vinstri kantmaður!!...Hvað þarf eiginlega að gerast á fótboltavellinum til þess að þú áttir þig á því!!!

Nú verður Húlli að bíta í skjaldarrendur og byrja að leika almenninlegan sóknarbolta...Annars munu stubbar segja bless bless...

Sjáumst annars á Muse-tónleikunum á morgun!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home