Heimsins bezta bull

14 desember 2003

Það var ekki skemmtileg lífsreynsla að veikjast akkúrat á þeim tíma sem Muse byrjaði að spila í Laugardalshöllinni síðastliðinn miðvikudag... Ég, Sössi og Ægir mættum á svæðið um hálf-átta leytið og tókum okkur stöðu nálægt sviðinu hægra meginn... Mínus-liðar rokkuðu feitt í hálftíma og mikil stemmning var í salnum...En á meðan Muse-crewið var að gera allt klárt byrjaði slappleikinn... Maginn fór í hnút og var stefnan tekin beinustu leið á tólettið...Sýningin byrjaði tíumínútur yfir níu með miklum látum og ljósagangi...Í þriðja lagi byrjaði sviminn og náði ég með einhverju móti að skakklappast á klóstið enn eina ferðina og upp kom restin af Good Fellas pizzunni minni sem borðuð var nokkrum tímum áður...Mér til "mikillar ánægju" sá ég að á klóstinu voru í það minnsta 15-20 manns sem voru í nákvæmlega sömu sporum og ég...Ég skvetti vatni framan í mig og náði að fylgjast með restinni af tónleikunum... Tónleikarnir voru, þrátt fyrir veikindi, algjör snilld...en ég stefni að því að ná í stúku-miða næst...

Liverpool-menn sönnuðu loks um helgina hvað þeir eru með gífurlega breiðan leikmannahóp...töpuðu 1-2 fyrir Southampton...í leik sem Liverpool átti að vinna...Að sögn Húlla...Gríðarlega spennandi tímar framundan!!

Mæli annars með jólahlaðborðinu í Perlunni...Varð alla veganna verulega saddur þar í gærkvöldi...



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home