Fór á Hvammstanga um helgina með kærustunni til að líta á nýjasta fjölskyldumeðliminn, hann Kára Þór...Son Ingunnar systur minnar og hennar írska kærasta Toms...Hann er semsagt 2 og hálfs mánaðar gamall og algjört krútt
Fór á laugardagskveldið á "nýja barinn" í heimabænum; Þinghúsið...sem er víst í eigu Kjartans bekkjabróður, Katrínar, Tóta og Kristínar...Kom um miðnættið og var þar engin sem ég þekkti...sem mér fannst frekar dularfullt...Allt saman fólk yfir fertugt og lítið spennandi...En staðurinn leit hins vegar mjög vel út.
Á sunnudeginum var svo haldið suður á bóginn eftir dýrindis svínahryggjarmáltíð að hætti mömmu...Og var Ingunn Björnsdóttir, frænka með meiru, svo væn að bjóða okkur far í bæinn...Verst var samt að missa af leik Liverpool og Portsmouth...en þar sem hann tapaðist :( þá skippti það minna máli...
Um kvöldið bauð ég auðvitað kærustunni út að borða í tilefni konudagsins...Og var ferðinni heitið á nýjann ítalskan veitingastað á laugaveginum; Rossopomodoro...Átti ég þar pantað borð klukkan átta og vorum við því mætt fimm mínútur í...en þá byrjaði vesenið...Staðurinn var nefninlega smekkfullur, sem var sosum alltílagi þar sem ég taldi að ég ætti pantað borð (sem var pantað 2 dögum áður)...Klukkan 20.02 kom maður sem taldi sig vera þjónn (var reyndar klæddur í gallabuxum...) sem sagði okkur að bíða aðeins þar sem það væri að gera borðið klárt...korteri síðar kom annar maður sem sagði okkur að bíða í setustofunni...sem var staðsett í hinum enda hússins, (af hverju var okkur ekki sagt það strax!)...og komumst við þar að því að a.m.k fimm pör sem áttu pantað borð fyrir klukkan 20...voru enn að bíða...Þegar klukkan var að nálgast ískyggilega mikið níu misstum við þolinmæðina og strunsuðum út...enda orðin óendanlega svöng og pirruð...Og auðvitað var þetta allt mér að kenna!...Bara pirrandi svona veitingastaðir sem yfirbóka kvöldið...og sína ekki þá lágmark kurteysi að viðurkenna fyrir fólki að það gæti orðið einhver bið eftir borði...fer aldrei þangað aftur.
Áhvað að bjóða kærustunni á Austur-Indía félagið í staðinn til að bæta upp þetta þvílíka klúður fyrir ofan...Og þvílikur snilldar veitingastaður...Frábær þjónusta...Kanski pínúlítið dýr...En vel þess virði.
...Annars væri ekki vitlaust að reka Húlla gamla...Hneyksli að tapa fyrir Portsmouth!
Fór á laugardagskveldið á "nýja barinn" í heimabænum; Þinghúsið...sem er víst í eigu Kjartans bekkjabróður, Katrínar, Tóta og Kristínar...Kom um miðnættið og var þar engin sem ég þekkti...sem mér fannst frekar dularfullt...Allt saman fólk yfir fertugt og lítið spennandi...En staðurinn leit hins vegar mjög vel út.
Á sunnudeginum var svo haldið suður á bóginn eftir dýrindis svínahryggjarmáltíð að hætti mömmu...Og var Ingunn Björnsdóttir, frænka með meiru, svo væn að bjóða okkur far í bæinn...Verst var samt að missa af leik Liverpool og Portsmouth...en þar sem hann tapaðist :( þá skippti það minna máli...
Um kvöldið bauð ég auðvitað kærustunni út að borða í tilefni konudagsins...Og var ferðinni heitið á nýjann ítalskan veitingastað á laugaveginum; Rossopomodoro...Átti ég þar pantað borð klukkan átta og vorum við því mætt fimm mínútur í...en þá byrjaði vesenið...Staðurinn var nefninlega smekkfullur, sem var sosum alltílagi þar sem ég taldi að ég ætti pantað borð (sem var pantað 2 dögum áður)...Klukkan 20.02 kom maður sem taldi sig vera þjónn (var reyndar klæddur í gallabuxum...) sem sagði okkur að bíða aðeins þar sem það væri að gera borðið klárt...korteri síðar kom annar maður sem sagði okkur að bíða í setustofunni...sem var staðsett í hinum enda hússins, (af hverju var okkur ekki sagt það strax!)...og komumst við þar að því að a.m.k fimm pör sem áttu pantað borð fyrir klukkan 20...voru enn að bíða...Þegar klukkan var að nálgast ískyggilega mikið níu misstum við þolinmæðina og strunsuðum út...enda orðin óendanlega svöng og pirruð...Og auðvitað var þetta allt mér að kenna!...Bara pirrandi svona veitingastaðir sem yfirbóka kvöldið...og sína ekki þá lágmark kurteysi að viðurkenna fyrir fólki að það gæti orðið einhver bið eftir borði...fer aldrei þangað aftur.
Áhvað að bjóða kærustunni á Austur-Indía félagið í staðinn til að bæta upp þetta þvílíka klúður fyrir ofan...Og þvílikur snilldar veitingastaður...Frábær þjónusta...Kanski pínúlítið dýr...En vel þess virði.
...Annars væri ekki vitlaust að reka Húlla gamla...Hneyksli að tapa fyrir Portsmouth!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home