Heimsins bezta bull

10 febrúar 2004

Fór á Þorrablót á Hvammstanga um helgina...Þar var mjög gaman, eins og vanalega.

Í gær keypti ég svo nýja Korn-diskinn, svona til að hita upp fyrir tónleikana í Laugardalshöll 30. maí...Hinn landskunni söngvari Hreimur í landi og sonum afgreiddi mig...Og sagði hann að til stæði að halda tvenna Korn-tónleika í vor sökum væntanlegrar aðsóknar í miða...sem hann taldi að myndi jafnvel slá út Ramstein-aðsókninni um árið...

(Zillwester...ef þú lest þetta...þá væri alveg brilliant ef þú gætir reddað stúku-miða fyrir mig á þessa tónleika...Sem þú virtist geta gert fyrir Muse-tónleikana á síðasta ári)

Annars er allt gott að frétta...svo gott að jafnvel stendur til að fara tvisvar til útlanda í sumar...annars vegar til Danmerkur...þ.e.a.s. til Kóngsins Kobenhavn...og hins vegar til Benidorm...

...Síðan yrði voða fínt ef Liverpool myndi ekki gera jafntefli í næsta leik.

P.s. er enn á lífi í Utopíunni...komin í 115,000 gc networth...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home