Heimsins bezta bull

18 febrúar 2004

Ég skrapp í heimsókn til Sössa Bumbu og Ægis í gær eftir vinnu...Þar spurði Ægir mig meðal annars um álit mitt á myndinni 28 days later...Þá sprakk ég óvænt úr hlátri þeim til mikillrar skelfingar...Nokkrum dögum áður hafði nefninlega Mundi Svansson hringt í mig og spurt hvaða mynd hann ætti að leigja sér...og nefndi hann m.a. áðurnefnda mynd...ásamt nokkrum öðrum. Á þeim tíma sem hann hringdi var ég djúpt sokkinn í tölvuleiknum Manhunt og voru því heilasellunar ekki alveg að virka rétt...Og varaði ég honum eindregið við þessari mynd enda væri hún einstaklega væmin og leiðinleg kerlingamynd...Einhverra hluta vegna hélt ég semsagt að Mundi væri að tala um myndina 28 days með Söndru Bullock!...Fyrirgefðu Mundi minn, 28 days later er snilldarmynd...mæli eindregið með henni :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home