Heimsins bezta bull

08 september 2005

Jamm jamm

Fór í fyrsta badmintontímann með Munda, Fjalari og Tödda á þriðjudagskvöldið. Gekk bara svona allt í lagi miðað við að þetta voru fyrstu badminton-skrefin á þessu árþúsundi...Þeir voru reyndar allir eitthvað aðeins betri en ég, en það mun vonandi fljótt breytast :P

Var vel stirður og asnalegur daginn eftir en ákvað samt að skreppa í golf í nokkuð hvössu og köldu gluggaveðri...Ægir sá sér ekki fært að mæta þ.a. ég spilaði hringinn með einhverjum gaur sem mætti rétt á eftir mér...Sá gaur var með skrítnari golfsveiflu en orð fá líst, og árangurinn eftir því.

Mjög skondið atvik gerðist á 8. braut...Gaurinn tók fram Driverinn og ætlaði svona líka að massa þetta...Ekki vildi betur til en hann "smellhitti" golfkúluna sem flaug þráðbeint inní gæsahóp sem var staðsettur um 60 metra frá teig...Og rakleyðis í afturendann á einni gæsinni sem varð allt annað en sátt við þetta áreyti :D ...Greinilega mjög lífsreyndar gæsir þar sem þær voru allar farnar útfyrir braut áður en ég tók mér stöðu á teignum ;P

Ansi pirrandi fótboltalandsleikur í gær...0-2 fyrir ísland eftir 16. mínútur...4-5 dauðafæri, löglegt mark dæmt ógilt, litið framhjá púra víti, og leikurinn glundraður niður í seinni hálfleik 3-2...

Veit ekki hvort hægt sé að gagnrýna þjálfarateymið fyrir þetta, Þeir eru að spila glimrandi fínan bolta en því miður aðeins á köflum...En tapa svo leikjum á byrjendavarnarmistökum. Reyndar heyrðist greinilega í jöfnunarmarkinu þegar Logi öskraði á varnarlínuna að mæta þeim framar á vellinum þ.a. hann virtist gera sér fulla grein fyrir því hvað væri að gerast...En einhverra hluta vegna nær hann ekki sambandi við landsliðið.

Fótbolti (og reyndar flest allar íþróttagreinar) er mikinn part sálfræðistríð...Þú kemst ekki langt í íþróttum ef hefur ekki trú á því sem þú ert að gera...Og eitt meginhlutverk þjálfarateymis er að blása sjálfstrausti í liðsandann...Ég veit ekki hvaða starfsaðferðir núverandi landsliðsþjálfarar nota...en ég held að þeir ættu aðeins að hugsa sinn gang fyrir næsta verkefni :/ Það má t.a.m. gagnrýna hvernig þjálfarateymið brást við þegar Búlgarar komust yfir 3-2...Logi sem var búinn að vera öskrandi á hliðarlínunni nær allan leikinn settist niður með hendur í skauti og gerði engar breytingar á liðinu :S ...Á þessum tímapunkti átti hann að láta ferska menn inn...t.a.m Veigar og Gunnar Heiðar í stað þess að henda handklæðinu :/

Nóg í bili og áfram Ísland...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home