Heimsins bezta bull

03 apríl 2006

Laugardaginn 1.apríl s.l. hlustaði ég á hádegisfréttir NFS. Þar var fjallað um nýtt lággjaldasímfyrirtæki SKO sem ku vera í eigu Dagsbrúnar (eigendur 365 fjölmiðla).

Var nokkuð viss um að um 1.apríl gabb væri að ræða, en nei þetta er víst dagsatt :)

Ætla að flytja mig yfir um leið og frelsis-inneignin mín er búin :D

Fer á mitt 3 pool-mót í kvöld með splunkunýjan pool-kjuða undir höndum. Fékk gripinn hjá Snóker og poolstofunni Lágmúla fyrir helgi. Prófaði gripinn í nokkrum leikjum á móti Munda...og þvílíkur munur :D Fór á köflum mjög illa með drenginn en hann átti góðan lokasprett og endaði einvígið 6-5 fyrir mér.

Stefni á að komast a.m.k. einni umferð lengra en síðast.

Fyrirkomulagið á þessum mótum er mjög skemmtilegt. Svokölluð tvöföld útsláttarkeppni með forgjöf sem þýðir að hver keppandi má tapa einu sinni áður en hann dettur út.

Forgjafar-málin virðast vera nokkuð huglægt mat hjá stjórnendum keppninnar. Var metinn með 35 í forgjöf í fyrsta mótinu sem síðan sveiflast upp og niður eftir árangri.

Pool-forgjöf er nokkru frábrugðin golf-forgjöf því í poolinu gildir að því hærri sem forgjöfin er því betri ertu. Þeir bestu á landinu eru með rúmlega 100 í forgjöf. En þeir bestu á þessum mótum eru með í kringum 70.

Svo er bara spurning hvort mér takist að borga upp kjuðann með góðum árangri á þessum mótum. Því peningaverðlaun eru í boði fyrir 3 efstu sætin hverju sinni :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home