Heimsins bezta bull

22 febrúar 2008

Undarfarnar vikur höfum ég og 3 félagar mínir í umhverfisskipulaginu unnið að gríðarstóru hópverkefni sem fólst í því að hanna útivistargarð í Gylfaflöt í Grafarvogi. Eftir gríðarmikla skissuvinnu og pælingar urðu til tveir A1 plansar (plagöt) sem annars vegar sýnir koncept (hugmynd) garðsins; sem í okkar tilfelli var hrynjandi, og hinsvegar planmynd og sneiðingu í skalanum 1:500. Ég hef ekki hugmynd hversu margar klukkustundir fóru í þetta verk. En þegar við höfðum lokið við að prenta út plansana úr plotternum og lita planmyndina (það var skylda að handlita myndirnar) í gærkvöldi vorum við verulega sáttir. Með plönsunum átti svo að fylgja skýrsla og ákváðum við að útbúa kassalaga kynningar/sölubækling með listrænu sniði í staðinn. Það heppnaðist fullkomlega og bíðum við nú spenntir eftir atvinnutilboðunum.







0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home