Heimsins bezta bull

27 júlí 2004

Horfði á bráðskemmtilegan leik Liverpool og Celtic í gærkveldi...Þar sem lokatölur urðu 5-1 Liverpool-mönnum í vil...Vonandi aðeins byrjunin á endurreisn stórveldisins...

Leikurinn var sýndur á Sýn...Og þar sem ég er ekki með þessa ágætu sjónvarpsstöð varð höfuðvígi Liverpool-klúbbsins...Players í Kópavogi fyrir valinu...

Gaupi lýsti leiknum og held ég að hann hafi sett Íslandsmet í bulli...sem leiddi til mikillra hlátraskallra oft og títt í salnum...

Tók mig til og skráði niður helstu gullkorn í fyrri hálfleik:

"Celtic-menn hafa jafnan verið fastir í föstum leikatriðum"

"Þessi sending var nákvæmlega eins og í teiknimynd!"

"Ég verð að viðurkenna að Biscan lítur alls ekki illa út..."

Svo komu commentin "Skruggufljótur" og "Skruggugóður" all oft upp á yfirborðið

...

Var mál manna að Gaupi hafi verið fullur...líkt og Hemmi Gunn forðum daga.

...En leikurinn var verulega skemmtilegur...Og mynti leikur liðsins all verulega á leikstíl Valencia sem hlýtur að teljast mjög gott.

 

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home