Golfvertíðinn nær hámarki á morgun. Mun þá spila 18 holur á Vífilstaðagolfvellinum með Sverri vinnufélaga úr Málningu. Hringurinn hefst kl. 08:00 og verður eflaust mikil gleði :)
Helgin var fremur tíðindalítil...fór reyndar í bjór og grill í aukavinnunni minni á föstudagskvöldið, sem fór ósköp vel fram, Var kominn heim um klukkan 03:00 enda þurfti ég að vakna snemma daginn eftir.
Hef lagt það í vana minn að fá mér eina Devitos sneið á röltinu heim en sú varð ekki raunin þetta kvöld. Þegar ég kom á staðinn var mikið drama í gangi. Foxillur drukkinn maður virtist ætla að ráðast á kokkana á staðnum. Hann virtist eitthvað lemstraður í framan og skv. hans lýsingu (sem ég heyrði útundan mér), hafði einn af kokkunum "barið hann í mauk" fyrir utan staðinn, vegna þess að hann hafði kvartað yfir því að hafa aðeins fengið 3 pepperóní á pizzuna sína.
"Ofbeldisfulli" kokkurinn var flúinn inn í eldhús á þessum tímapunkti enda hafði þessi maður tekið nokkra kunningja með sér og virtust þeir ætla að ganga frá honum endanlega. Yfirkokkurinn gerði það eina rétta og hringdi í lögregluna sem kom nokkrum mínútum seinna. Í millitíðinni fann reiði maðurinn sig knúinn til að berja í gegnum rúðu á eldhúshurðinni sem varði til þess að hún "splundraðist" og miðað við blóðsletturnar á gólfinu "splundraðist" hendin á honum í leiðinni...
Þegar löggan var mætt á svæðið voru vitni yfirheyrð (tókst sem betur fer að koma mér frá því) og svo væntanlega brunað með reiða manninn beint á slysó...
Þar næst gekk ég svangur heim :(
...
Badminton í kvöld...og stefni ég á að vinna allaveganna einn einliðaleik í kvöld :P
Það held ég nú og hana nú...
Helgin var fremur tíðindalítil...fór reyndar í bjór og grill í aukavinnunni minni á föstudagskvöldið, sem fór ósköp vel fram, Var kominn heim um klukkan 03:00 enda þurfti ég að vakna snemma daginn eftir.
Hef lagt það í vana minn að fá mér eina Devitos sneið á röltinu heim en sú varð ekki raunin þetta kvöld. Þegar ég kom á staðinn var mikið drama í gangi. Foxillur drukkinn maður virtist ætla að ráðast á kokkana á staðnum. Hann virtist eitthvað lemstraður í framan og skv. hans lýsingu (sem ég heyrði útundan mér), hafði einn af kokkunum "barið hann í mauk" fyrir utan staðinn, vegna þess að hann hafði kvartað yfir því að hafa aðeins fengið 3 pepperóní á pizzuna sína.
"Ofbeldisfulli" kokkurinn var flúinn inn í eldhús á þessum tímapunkti enda hafði þessi maður tekið nokkra kunningja með sér og virtust þeir ætla að ganga frá honum endanlega. Yfirkokkurinn gerði það eina rétta og hringdi í lögregluna sem kom nokkrum mínútum seinna. Í millitíðinni fann reiði maðurinn sig knúinn til að berja í gegnum rúðu á eldhúshurðinni sem varði til þess að hún "splundraðist" og miðað við blóðsletturnar á gólfinu "splundraðist" hendin á honum í leiðinni...
Þegar löggan var mætt á svæðið voru vitni yfirheyrð (tókst sem betur fer að koma mér frá því) og svo væntanlega brunað með reiða manninn beint á slysó...
Þar næst gekk ég svangur heim :(
...
Badminton í kvöld...og stefni ég á að vinna allaveganna einn einliðaleik í kvöld :P
Það held ég nú og hana nú...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home