Heimsins bezta bull

24 október 2005

Ég er hetja...

Á föstudaginn skrapp ég norður á Hvammstanga með Fabíóinn í skoðun...Vaknaði rétt fyrir 07.00 og var lagður af stað um kl. 07:30...Kominn á Tangann klukkan 10:00. Skildi fákinn eftir hjá meistara Hilmari og fékk morgunkaffi hjá foreldrunum, því næst var borðuð dýrindis lambasteik í hádegismat og svo auðvitað vöfflur í kaffinu...

Náði í bílinn kl. 16.00 til Hilmars...Flaug víst í gegnum skoðunina fyrir utan að framdekkin voru ónýt :/ ...og auðvitað fékk ég þessi fínu heilsársdekk í staðinn :)

Var lagður af stað til Reykjavíkur kl. 16:40 og var kominn í kjöt og karrý hjá tengdaforeldrunum kl. 18:55...

Kominn í Nóatúnið kl. 19:55...skipti um föt í miklum flýti því ég þurfti að ná leið 11 við Háaleytisbraut kl. 20:28...enda orðinn allt of seinn í síðasta-vetradagsfagnaðinn hjá Málningu; á Players í Kópavogi...

Var kominn á Players kl. 20:50 og þar beið mín kaldur á krananum í massavís og mjög svo hressir vinnufélagar...Kláraði að horfa á Idolið...vann alla í billiard sem þorðu, drakk meiri bjór...og var almennt séð orðinn mjög hress um kl. 23:30...

Þaut því næst útí leigubíl og var stefnan tekin á Hofsvallagötuna til Ægis og Pálma+1
Þar hélt drykkjan áfram; bjór + eitthvað af tequila...Og umræðuefnið er því miður ekki hæft til birtingar á opinberum vettvangi :S

Svo var haldið í bæinn um kl. 01:30...Hressó varð fyrir valinu...og Þar var mikil gleði...reyndar mismikil eftirþví við hvern er átt...+1 varð hreinlega orðlaus hvernig einn úr crew-inu tókst að heilla tjellingarnar.

Var kominn heim uppúr kl. 05:00, með smá stoppi á Devitos auðvitað...

Var mættur "galvaskur" í aukavinnuna kl. 07.59 morguninn eftir

geri aðrir betur :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home