Gekk ekki alveg eins vel á þriðja pool-mótinu og ég ætlaði. Byrjunin lofaði góðu, vann öruggan sigur 2-0. En í næstu umferð lennti ég á móti kappa sem var með hæstu forgjöfina (um 70). Hann þurfti að vinna 4 á móti 2 og enduðu leikar 4-1 og síðasti leikur á svörtu :( . Þriðji leikurinn var mjög spennandi, og líklega lengstu fimm leikir sem ég hef spilað :/ útaf mjög hægum leik hjá andstæðingnum. Endaði 3-2. Hann vann fyrsta leikin, svo komst ég 2-1 yfir. En mér tókst á fáránlegan hátt að kasta þessu frá mér :( . Ætla að verða mun harðari á klukkunni á næsta móti. Viðmiðunartími umhugsunar ku vera 15 sekúndur en þessi gaur var oft í kringum mínútu að stilla sig upp :S.
Gengur bara betur næst :)
Gengur bara betur næst :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home