Heimsins bezta bull

23 október 2006

Helgin 20-22.október verður lengi í minnum höfð. Sennilega ein skemmtilegasta helgi lífs míns :)

Stór hluti helgarinnar fór í að fylgjast með Iceland Airwaves hátíðinni. Var mest á Gauknum og Listasafni Reykjavíkur.

Var reyndar á báðum áttum hvort ég ætti að fjárfesta í miða, hafði sofið lítið útaf þessari Spánarferð; að reyna að sofa í flugvél frá Iceland Express er ómögulegt, ég sem hélt að ég gæti sofið alls staðar :S, en slóg samt til að lokum. Á fimmtudeginum mættum við Mundi á Gaukinn um kl. 22. Sáum þar Eberg og DataRock. En ég fór heimleiðis eftir það enda aðeins búinn að sofa í u.þ.b. 2 tíma kvöldið áður.

Á föstudagskvöldinu var mun betur tekið á því. Þá var Gaukurinn og Nasa helstu viðkomustaðirnir. Á Gauknum sá ég restina af norska bandinu 120 Days, hefði reyndar viljað sjá meira en síðasta lagið, sem var virkilega gott. Mammút voru næst á svið, stóðu sig ágætlega, skemmti mér þó mest við að fylgjast með bassaleikaranum :P Hámark gleðinnar á Gauknum náðist Þegar stuðsveitin Jeff Who? steig á stokk. Því næst mættu kanadísku rokkhundarnir í Wolf Parade, fínt band. Og að lokum sá ég Jan Mayen. Þegar þessi tónlistaveisla var búin tókum við Mundi röltið á Nasa og vorum mættir rétt áður en Dr. Spock stigu á svið. Hvet hérmeð alla sem ekki hafa séð Dr. Spock Live að gera það við fyrsta tækifæri :)

Laugardagskvöldið byrjaði snemma og var ég allan tíman í Listasafni Reykjavíkur. Mættum rétt um 20.30; Pétur Ben var góður, Biggi var síðri, Leaves voru frábærir, breska sveitin The Cribs voru þéttir og síðast en ekki síst voru Kaiser Chiefs geeeðveikir. Með betri Live-böndum sem ég hef séð. Hefðu samt sennilega notið sín betur á stærra sviði :/

Iceland Airwaves þetta árið virðist hafa tekist ótrúlega vel. Ég er alla veganna mjög sáttur og mæti pottþétt á næsta ári.

Poolmót í kvöld. jammjamm

1 Comments:

  • Já - brilliant helgi. Var þín kannski skemmtilegri en mín? ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home