Heimsins bezta bull

21 júlí 2006

Ég ásamt nokkrum kunningjum ætlum í sumarbúðstaðarleiðangur í Skorradalinn um helgina. Tvennt er á dagskrá; drekka mikið af bjór og spila mikið af golfi :)

Við Einar (sumarbúðstaðarskaffari) förum svo nokkuð snemma af stað í bæinn á sunnudeginum því við skráðum okkur á Opna Kjörís-golfmótið í Hveragerði á sunnudaginn. Náðum sem betur fer síðasta hollinu sem leggur af stað kl. 15.

Hverfandi líkur á að veðrið verði slæmt um helgina sem er magnað, sumarið gat bara ekki komið á betri tíma :)

-----------

Var að velta framkvæmdunum við Laugardalsvöll fyrir mér :/ Þessar nýju stúkur eiga að vera tilbúnar fyrir leik Íslendinga og Spánverja 15.ágúst næstkomandi. Er engan veginn að sjá það ganga eftir.

-----------

Orðrómurinn var réttur. Tónleikar með Sigur Rós á Klambratúni sunnudaginn 30. júlí næstkomandi kl. 20.45.

Kostar ekki krónu inn...

Eintóm gleði og hamingja :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home