6 dagar í Rimini :)
Það verður mikið að gera hjá mér um helgina. Strax eftir vinnu fer ég á tónlistarhátíðina ReykjavikTropik við Háskóla Íslands. Þessi tónlistarveisla stendur víst yfir í 3 daga, og mun hún ná hápunkti á laugardaginn þegar breska hljómsveitin Supergrass stígur á svið.
Fullt af öðrum hljómsveitum koma þarna fram.
Á morgun ætla ég ekki að missa af hljómsveitunum:
Jakobínarína, Cynic Guru, Benni Hemm Hemm, Girls in Hawaii, Hjálmar og Ladytron.
Á laugardeginum líst mér best á hljómsveitirnar:
Skátar, The Foghorns, Jan Mayen, Úlpa, Hairdoctor, Jeff Who?, Leaves og Supergrass.
Sunnudagsdagskráin er síst spennandi að mínu viti, stefni samt á að sjá allaveganna hljómsveitirnar:
Forgotten Lores, Kid Carpet, Dr. Spock, ESG, og Trapant
Á laugardeginum er svo einnig stefnan að spila golfhring í Borgarnesi ásamt Sidda og Halla, spurning hvort mér takist að nýta mér golfkennsluna til að flengja þeim á golfvellinum :)
Svo erum við Einsi kallinn að biðja til æðri máttarvalda um að halda Reykjanesinu nokkuð þurru á mánudagsmorguninn því þá ætlum við að taka þátt í Deloitte-mótaröðinni í golfi; í Leirunni.
Svo líkur helgarfjörinu á pool-móti á Sportbarnum á mánudagskveldið
Mikil gleði, mikið gaman :)
Það verður mikið að gera hjá mér um helgina. Strax eftir vinnu fer ég á tónlistarhátíðina ReykjavikTropik við Háskóla Íslands. Þessi tónlistarveisla stendur víst yfir í 3 daga, og mun hún ná hápunkti á laugardaginn þegar breska hljómsveitin Supergrass stígur á svið.
Fullt af öðrum hljómsveitum koma þarna fram.
Á morgun ætla ég ekki að missa af hljómsveitunum:
Jakobínarína, Cynic Guru, Benni Hemm Hemm, Girls in Hawaii, Hjálmar og Ladytron.
Á laugardeginum líst mér best á hljómsveitirnar:
Skátar, The Foghorns, Jan Mayen, Úlpa, Hairdoctor, Jeff Who?, Leaves og Supergrass.
Sunnudagsdagskráin er síst spennandi að mínu viti, stefni samt á að sjá allaveganna hljómsveitirnar:
Forgotten Lores, Kid Carpet, Dr. Spock, ESG, og Trapant
Á laugardeginum er svo einnig stefnan að spila golfhring í Borgarnesi ásamt Sidda og Halla, spurning hvort mér takist að nýta mér golfkennsluna til að flengja þeim á golfvellinum :)
Svo erum við Einsi kallinn að biðja til æðri máttarvalda um að halda Reykjanesinu nokkuð þurru á mánudagsmorguninn því þá ætlum við að taka þátt í Deloitte-mótaröðinni í golfi; í Leirunni.
Svo líkur helgarfjörinu á pool-móti á Sportbarnum á mánudagskveldið
Mikil gleði, mikið gaman :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home