Heimsins bezta bull

26 apríl 2006

Búinn að vera veikur frá því á föstudaginn :( Mjög langt síðan ég hef tekið þrjá veikindadaga í röð :S en er að braggast. Mæti sennilega í vinnuna á morgun. Týpísk flensa; Hiti, hálsbólga, slæmur hósti, fáránlega mikið kvef og eyrnaverkir.

Lét mig þó hafa það að mæta á pool-mótið á mánudagskvöldið. Hefði líklegra verið gáfulegt að sleppa því :/ Gekk samt ágætlega miðað við aðstæður. Tapaði reyndar fyrstu viðureigninni 4-0. Lennti á móti Svan sem er annar af skipuleggendum þessara móta. Hann er skráður með rúmlega helmingi hærri forgjöf en ég þ.a. hann þurfti að vinna 4 leiki en ég 2. Hann vann fyrsta leikinn mjög örugglega en næstu þrír voru mjög spennandi og enduðu þeir allir á svörtu. Sýndist honum ekkert lítast á blikuna og eftir þessa leiki sýndist mér hann stefna beinustu leið að hinum skipuleggjandanum til að lát'ann hækka forgjöfina hjá mér ;)

Næst keppti ég við Gunnar, eldri mann með gleraugu sem talaði mjög mikið, spurning hvort Mundi hefði beðið hann um að þegja til að geta einbeitt sér ;) Þetta var 3-3 viðureign sem ég vann nokkuð auðveldlega 3-1.

Að lokum lennti ég á móti Einari. Hef tvisvar sinnum keppt við hann áður, unnið eina viðureignina 2-1 en tapað hinni 4-1. Í þetta skiptið þurfti hann að vinna 3 leiki en ég 2. Fyrsti leikurinn var nánast fullkominn hjá honum, ég brake-aði og hann tók allar niður nema svörtu :S Ég vann næsta leik og staðan því 1-1. Hann vann svo viðureignina 3-1, og enduðu þessir tveir síðustu leikir á svörtu :/ og virtist hann mjög feginn að hafa komist áfram.

Hlýtur að ganga betur næsta mánudagskvöld þegar þessi flensa verður farin :P

------------------

Það er komið sumar sem verður að öllum líkindum mjög viðburðaríkt.

Stefni á að:

* Stunda golf af miklum móð, bæði á Litla-Vellinum og á Gufudalsvelli í Hveragerði
* Spila með utandeildar fótboltaliðinu FC Svalur
* Komast lengra á þessum mánudags-poolmótum
* Fara til Rimini með Ægi 7-14. júní :)
* Vera á Akureyri 3-9.júlí til að hjálpa Ingunni systur að mála + spila golf :P

AHHH TSJÚÚ *sniff* *sniff*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home