Heimsins bezta bull

10 apríl 2006

Fór á fótboltaæfingu hjá FC Sval í gærkvöldi. Veðrið var frábært, 6°C, lítill vindur og úði :). Það mættu 16 sem ku vera met á þessari leiktíð (sem er nú varla hafin). Mitt lið fór með sigur að hólmi eftir rúmlega 90 mínútna leik; 9-6. Lagði upp 2 mörk en tókst ekki að setjann í þetta skiptið :/ Var all rúmlega þreyttur þegar heim var komið en virðist að mestu sleppa við strengi sem er mjög skrítið þar sem ég hef ekki spilað fótbolta að ráði í rúmlega 2 ár. Verður vonandi mjög skemmtilegt fótboltasumar.

Stefnan er tekin á golf um páskana, ef veður leyfir. Gisti 1-2 nætur hjá systur minni í sumarbústað á Munaðarnesi og skrepp svo sennilega á Hvammstanga á laugardeginum.

jammjamm

og já ég var fyrir löngu búinn að komast að þessu :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home