Heimsins bezta bull

06 júní 2006

1 dagur í Rimini :)

Fín helgi liðin. Gekk ágætlega í golfinu; spilaði á 110 höggum í Borgarnesi og 99 höggum í Leirunni og forgjöfin komin í 25.3. Fer sennilega ekkert meira í golf fyrr en Sössinn er kominn til landsins.

Reykjavik Trópik hátíðin heppnaðist alveg prýðilega. Á föstudeginum voru það Cynic Guru, Girls In Hawaii (frá Belgíu) og Hjálmar sem sköruðu fram úr. Lét mig hverfa eftir um 40 hlustun á Ladytron (frá Bretlandi) sökum eyrnarverkja, sosum ágætt hjá þeim en allt of einhæft og hávært :S

Skrapp svo aðeins í bæinn með Munda sem var fámennur...

Mætti full seint á laugardeginum sökum golfferðar, kom inní mitt prógram hjá Hairdoktor sem er ávallt hressandi. Þar eftir spiluðu svo hljómsveitirnar Kimono, Jeff Who? Leaves sem stóðu sig allar með prýði. Supergrass komu svo og trylltu lýðin í kringum 23.50. Var búinn að gleyma hvursu fáránlega marga slagara þessi hljómsveit á :) Gargandi snilld hjá þeim...Tók slatta af myndum sem ég ætla að reyna að henda á netið við fyrsta tækifæri.

Tónleikarnir enduðu á slaginu 01.00 því að þá var skemmtanaleyfi lögreglunnar útrunnið :( Kom svo reyndar í ljós að ekkert skemmtanaleyfi var fyrir sunnudagsdagskránni sem var til þess að tónleikarnir voru fluttir á Nasa.

Á sunnudeginum voru Dr Spock og ESG (frá USA) að vekja mesta lukku. Skilst að Trapant hafi einnig gert góða hluti...en þar sem ég þurfti að vakna kl. 07.30 daginn eftir til að taka þátt í golfmóti, lét ég mig hverfa áður en þeir hófu leik.

Semsagt alveg mögnuð hátíð sem vonandi verður aftur á næsta ári.

Já, svo skellti ég mér á Pool-mót á Sportbarnum í gær. Lennti í 2. sæti af 16 keppendum. Vann útlending með 55 í forgjöf 2-1, Munda 2-0 og Helga 2-1. Tapaði svo fyrir Svan (skipuleggjandi mótsins) 3-0; tvisvar á svörtu :S. Þurfti svo að bíða í rúman klukkutíma til að spila undanúrslitaleikinn; vann þá Helga aftur 2-0. Spilaði þá úrslita leik við Svan og tapaði aftur fyrir honum 3-0; tvisvar á svörtu aftur :(

Soldið skondið, hef nokkrum sinnum keppt við Svan í gegnum tíðina en hef ekki unnið einn ramma á móti honum :/ ...Alltaf verið mjög tæpt samt.

Gengur bara betur næst

Jæja fer til Rimini á morgun ásamt Ægi

Shibbí

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home