Ferðin til Akureyrar gekk mjög vel. Komst á snjóbretti á laugardeginum eins og stefnt var að. Setti í leiðinni met í að detta á snjóbretti :) Eftir eina mjög langa og byltukennda ferð niður (sleppti að sjálfsögðu barnabrekkunni og fór beint í nýju stólalyftuna), skiptu við Tom um skíútbúnað og ég lét skíðin nægja það sem eftir var :P Mesta gleðiefnið var það að hnéð á mér virtist þola þessar byltur mjög vel :)
Afmælisbarnið var mjög sátt með afmælisgjöfina, reyndar átti ég ekkert að fá að fara aftur heim á sunnudagskvöldið :) en það hafðist þó að lokum.
Get ekki beðið að komast aftur á skíði og kannski snjóbretti eftir áramót :P
Afmælisbarnið var mjög sátt með afmælisgjöfina, reyndar átti ég ekkert að fá að fara aftur heim á sunnudagskvöldið :) en það hafðist þó að lokum.
Get ekki beðið að komast aftur á skíði og kannski snjóbretti eftir áramót :P
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home