Heimsins bezta bull

15 desember 2006

Fór á tónleika Dúndurfrétta í gærkvöldi sem voru haldnir í Austurbæ. En fyrir þá sem ekki vita er þetta cover-band sem sérhæfir sig í Led Zeppelin, Deep Purple, Uriah Heep og Pink Floyd slögurum. Þessir tónleikar voru frábærir í alla staði og hrein unun að fylgjast með þessum köppum spila þessa mögnuðu tónlist.

Vildi svo skemmtilega til að hljómsveitin endaði á að spila tvö af mínum uppáhalds lögum; Deep Purple slagarann Child in Time og Immigrant Song með Led Zeppelin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home