Heimsins bezta bull

08 janúar 2007

Í gær tók ég þátt í úrtökumóti í 9-ball sem haldið var í Lágmúlanum. Þeir sem hreppa fyrsta og annað sætið í þessum mótum fá að keppa frítt á Íslandsmótinu í 9-ball 10. febrúar næstkomandi.

Forgjafarkerfið er nokkuð öðruvísi en ég er vanur, virtist vera huglægt mat umsjónarmanns mótsins. Ég fékk til að mynda 2 í forgjöf á meðan annar gaur sem er einn besti snókerspilari landsins fékk 1 sem þýðir að ef ég hefði lennt á móti honum hefði ég þurft að vinna 6 leiki en hann 5 :S (hann hefur sennilega ekki þekkt gaurinn :/)

Lennti á móti einu stelpunni á mótinu í fyrsta leiknum, mjög sæt ljóska með mjög dýran kjuða :/ Var með 1 í forgjöf þ.a. ég þurfti að vinna 6 ramma og hún 5. Vann þennan leik örugglega 6-0 en hún var samt nokkuð lagin með kjuðann :) Hafði samt mest gaman af því þegar það sást í g-strenginn hennar þegar hún tók sín skot :D

Í öðrum leiknum lennti ég á móti mjög góðum spilara; hann var með 5 í forgjöf þ.a. ég þurfti að vinn 3 ramma en hann 6. Sá leikur endaði 2-6 og að sjálfsögðu fékk ég fínan möguleika á að vinna hann í úrslitarammanum :/

Ég vann svo þriðja leikinn nokkuð örugglega. Lennti þá á móti spilara með sömu forgjöf. Komst í 4-0, hann vann svo 2 ramma og ég 2 síðustu; 6-2.

Í fjórða leiknum lennti ég svo á móti mun betri spilara en gaurinn á undan sem einhverra hluta vegna var líka með sömu forgjöf og ég :/ Hann vann fyrstu 3 rammana og komst svo í 1-5. Ég vann reyndar 2 næstu ramma en hann kláraði þetta svo að lokum 3-6.

Ætla að reyna að komast á öll mótin fram að Íslandsmótinu og vonandi tekst mér að losna við að borga 7500 kr :/

jæja vinnan kallar...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home