Heimsins bezta bull

09 febrúar 2007

Enn og aftur kominn föstudagur :)

Fór um síðustu helgi norður á Hvammstanga á þorrablót sem var mjög skemmtilegt eins og vanalega. Enn og aftur fór leikfélagið á kostum og nú með einum lengsta annál sem sögu fara af :) Eftir mat og skemmtun var svo stiginn villtur dans við undirleik stuðhljómsveitarinnar Spútnik.

HM í handbolta lauk einnig um síðustu helgi og endaði Ísland í 8.sæti sem telst nú bara viðunandi árangur. Þjóðverjar meistarar og allir ánægðir með frábært mót.

Liverpool var svo selt í vikunni til bandarískra fjárfesta sem ætla að gera klúbbinn að stærsta fótboltaklúbb í heimi og byggja þar að auki nýjan glæsilegan fótboltavöll, vonum að þeir standi við stóru orðin og verður mjög áhugavert að fylgjast með framvindunni.

Annars verður nóg að gera hjá mér um þessa helgi. Fer á þorrablót í vinnunni í kvöld sem endar að öllum líkindum með mikilli almennri gleði :) verð samt aðeins að halda mig á mottunni þar sem ég er víst að fara keppa á Íslandsmótinu í 9-ball á morgun :) og mun svo eflaust djammast eitthvað þá um kvöldið.

Ákvað nýlega að hressa uppá Myspace síðuna mína og er hægt að nálgast hana hér

annars vona ég að þið munið eiga ánægjulega helgi framundan

bæjós amigos

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home