Heimsins bezta bull

17 janúar 2007

Það er kominn léttur HM fiðringur í magann minn og verður komandi heimsmeistarmót í handbolta sem nú er haldið í Þýskalandi vonandi það besta hingað til. Íslendingar eru í riðli með Áströlum (sem völtuðu yfir Stóra-Bretland og Írland á æfingamóti í Danmörku :), Úkraínu og Frakklandi. Mjög áhugaverður riðill og er leikur Íslands og Úkraínu algjör lykilleikur sem verður að vinnast. Kvet hér með alla til að skrá sig í stuðningsmannaklúbb íslenska landsliðsins Íblíðuogstríðu og hrópa saman í kór: "ÁFRAM ÍSLAND" :)

Annars er ósköp lítið að frétta af mér, síðasta helgi var mjög róleg, fór reyndar í bíó á laugardagskvöldið á myndina Tenacious D; The Pick of Destiny...nýjasta afurð snillingsins Jack Black og já hún var snilld :)

Hafði fyrir nokkru sett upp myspace-síðu sem var einstaklega léleg þar sem ég kunni nákvæmlega ekkert inná þetta kerfi. Fékk hinsvegar smá leiðsögn um helgina og þetta er afraksturinn :)

en jæja nóg í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home