Heimsins bezta bull

19 mars 2008

Er heima um páskana eins og svo oft áður. Eldhúsinnréttingsbreytingar foreldranna eru yfirstaðnar og þá er komið að næsta verki; mála húsið að innan. Ætlaði að byrja á forstofunni í dag en gat það ekki því einhverjum snillingum tókst að týna málningardósunum á leiðinni frá Málningu hf :S ...En það koma víst fleiri í fyrramálið.

Svona leit eldhúsið fyrir breytingar...



Og í dag lítur það svona út...





Smá breyting :)

En já alla veganna...verð að viðurkenna eitt...Ég datt inní American Idol í gær :S ...

Sé sosum ekkert mikið eftir þeirri tímaeyðslu enda var þetta þrælfínn þáttur, þemað var John Lennon og Paul McCartney...En það sem stóð algjörlega uppúr var þessi frábæri flutningur Katharine McPhee, sem lennti víst í öðru sæti í Idolinu einhvern tíman, á uppáhalds Bítlalaginu mínu "Something" sem George Harrison samndi...



En jæja farinn í háttinn...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home