Heimsins bezta bull

11 mars 2008

Góður dagur :)

Komst að því í hádeginu að ég náði Grasafræðiprófinu!

Hef sjaldan verið jafn ánægður með jafn lága einkun ---> 5,2

Um helgina skrapp ég til Reykjavíkur, gisti eins og svo oft áður hjá Munda og spiluðum við ásamt fleirum póker á föstudagskvöldinu, einnig gafst tími til að skoða aðeins næturlífið, spila pool og drekka bjór. Á sunnudagskvöldinu skrapp ég svo ásamt munda á tónleika. Þar var instrumental hljómsveitin For a Minor Reflection að spila ásamt Haun, Shadow Parade og Ólafi Arnalds.

For a Minor Reflection stóðu sig með miklu prýði og eiga greinilega framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum. Ég var þó mun spenntari að sjá loksins Hraun á sviði og stóðu þeir algjörlega undir væntingum :) Shadow Parade voru einnig fínir en eiga miklu betur heima í útvarpi en á sviði. Svo yfirgáfum við svæðið eftir 2 lög hjá Ólafi Arnalds enda við það að sofna við hans "hugljúfu" strengjahljómsveitar tóna. Sem að mínu mati áttu ekki alveg heima á svona rokktónleikum...Samt virkilega góð lög hjá honum að mér heyrðist

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home