Heimsins bezta bull

14 apríl 2008

Sælt veri fólkið

Síðastliðin helgi var alveg ágæt. Fór með nokkrum nemendum landbúnaðarháskólans til Akureyrar til að fylgjast með Magga bónda og drengjakór bændadeildarinnar flytja lagið "Kyntröll númer 1" í Söngkeppni framhaldsskólanna. Þeir voru að sjálfsögðu langbestir en unnu ekki, eflaust einhver brögð í tafli.

Eftir söngkeppnina fóru langflestir í Sjallan til að sjá Ný Dönsk. Fínt ball og troðfullt hús. Svo var haldið eftirpartý í Þórsheimilinu sem var slitið klukkan 8 þegar fótboltaþjálfarar Þórs komu til vinnu :)

Veðjaði við eina bekkjarsystir mína frekar skondið veðmál. Sá aðili sem klippir fyrr af sér neongrænga söngkeppnis armbandið þarf að greiða hinum eina Tequila flösku og mæta í einn tíma bara í handklæði...Og að sjálfsögðu ætla ég að vinna það veðmál :P

Græddi reyndar flensu á Akureyri á alversta tíma :S ...Þarf að skila Koncept hugmyndum á miðvikudaginn og mála helling af vatnslitamyndum fyrir föstudag :S og 39,5 stigahiti, hausverkur og beinverkir eru ekki að hjálpa til :(

Næ mér nú samt vonandi á mettíma

l8ter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home