Heimsins bezta bull

14 janúar 2004

Fyrir jólin þegar "reka Húlla" umræðan hvað mest í gangi sagði ég að Liverpool myndi rétta sinn hlut á nýju ári...Eins og allir vita voru meiðslavandræði leikmanna Liverpool óhemju mikil á fyrri hluta leiktíðar...en nú vill svo skemmtilega til að margir af þessum "óheppnu" mönnum eru allir að koma til...t.a.m Owen, Cheyrou og Hamann...Síðan er ekki langt í að Carragher, Finnan og Baros snúi tvíefldir til leiks.

Nýja árið hefur byrjað ljómandi vel hvað úrslitin varðar; Tveir sigrar í deildinni á móti Chelsea og Aston Villa, og einn í FA bikarnum...Reyndar hafa sóknartilburðir liðins verið einstaklega leiðinlegir ásýndar en heppnin virðist vera kominn á okkar band, sem skiptir gríðarlegu máli í heimi fótboltans...

Ég er mjög viss í minni sök þegar ég segi að Liverpool verði í toppbaráttunni í vor...þegar við lítum á stigatöfluna þá sjáum við að Liverpool er 17 stigum á eftir Man U og Arsenal og 10 stigum á eftir Chelsea...Ansi mikið forskot en vorum við ekki með ansi mikið forskot á sama tíma í fyrra? (eða var það í hitti-fyrra?)...það er nefninlega ótrúlega stutt milli hláturs og gráturs í boltanum og ef heimsóknin til Tottenham um helgina og Úlfanna eftir viku endar vel, þ.e. með sigri Livepool þá verður ekki spurt að leikslokum...Það er nefninlega staðreynd að Liverpool er þessa stundina á uppleið á kostnað Arsenal, Chelsea og Man U. Sanniði bara til! :)

Mín spá í lok leiktíðar: 1. Liverpool 2. Chelsea 3. Newcastle 4. Arsenal 5. Man U....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home