Heimsins bezta bull

31 mars 2004

Var áðan að fjárfesta í þremur Djúpfjólubláum miðum í forsölu í boði Mastercard...Verst að stúkumiðarnir sem voru í boði kláruðust strax :/

Þannig að ég verð vitni að tveimur snilldar tónleikum í Laugardalshöll á innan við mánuði...Gott mál :)

Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur við Albani á útivelli í kvöld...Ég er ekkert allt of bjartsýnn fyrir leikin, enda hafa Albanir ekki tapað knattspyrnuleik á heimavelli í um 2 ár...

Íbúðarleitin gengur sinn vanagang...búinn að skoða 6 íbúðir...Þar af eina tvisvar...Verst að gluggarnir í þeirri íbúð eru ónýtir ásamt fleiri ókostum...Svo spillir verðið aðeins fyrir...10.5 millur fyrir 2-herbergja 54 fm íbúð...Það er náttúrulega bara rugl!

Skoða á morgun 3-herbergja 79 fm íbúð í annað sinn á morgun...En hún á víst að vera föl á um 12 millur.

Voðalega er maður að verða fullorðinn :/

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home