Heimsins bezta bull

13 apríl 2004

Í hádeginu fékk ég í hendurnar 3 Djúpbláa miða...Sem telst mikið gleðiefni þar sem um mjög verðmæta miða er að ræða (sérstaklega ef Concert-mönnum tekst að klúðra samningaviðræðum um auka-tónleika). Ég var farinn að skjálfa á beinunum vegna þessara miða, aðallega þar sem ég asnaðist til að láta senda mér þá í pósti...En þeir eru komnir og er því upplagt að benda þeim aðila, sem enn á eftir að borga sinn miða, að drífa í því...Annars gæti ég freistast til að selja miðann á uppsprengdu verði ;)

Aðrar gleðifréttir bárust í eyru landans fyrir nokkru þegar rokkgrúbban Metallica staðfesti komu sýna til landsins...og ætla þeir að trylla lýðinn í Egilshöll þann 4.júlí næstkomandi...Ég mæti, svo framarlega sem miðaverðið verður innan skinsamlegra marka...

Rokk-sumarið yrði fullkomnað ef að kumpánanir í Red Hot Chilli Peppers myndu mæta á svæðið...Held að þa' muni samt ekki gerast í bráð :(

Í lok vikunnar verð ég að öllum líkindum orðinn íbúðareigandi...Nóatún 25 er semsagt nánast orðin mín eign...Gaman af því.

Já, meðan ég man, Hr. Svansson benti mér á undirskriftarlista sem ég tel að sem flestir ættu að skrifa sig á...Hvort annar undirskriftarlisti bætist við sem hvetur Björn Bjarnason til að segja af sér sem dómsmálaráðherra veit ég ekki en maður veit aldrei...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home