Heimsins bezta bull

03 ágúst 2004

Búinn að fá skýringu...sem ég fattaði alveg sjálfur...Útsvarið var víst 13.03% í Húnaþingi Vestra...og staðgreiðslu-mismunurinn frá landsmeðaltali var því víst um 35000 kr á ársgrundvelli...Þetta horfir samt allt til betri vegar, á von á einhverjum vaxtabætum á næsta ári og er þar að auki búinn að flytja lögheimilið til höfuðborgarsvæðisins...einhvern tíman þarf maður að hætta að styrkja sitt gamla sveitarfélag.

En yfir í skemmtilegri málefni...Landsleikur Íslands og Ítalíu verður háður á Laugardalsvelli miðvikudaginn 18.ágúst kl. 19:15. Stefni ég að því að kaupa nokkra miða á Mastercard-tilboði; 2500 kall miðinn. Þeir sem eru búnir að "tryggja sér miða" (Auðvitað ekki búinn að kaupa miðana, mun gerast strax í fyrramálið) eru: Ég, Kærastan, Sössi, Halli og Tommi...Hef annars ekki hugmynd hversu marga miða ég get keypt en ef fleiri hafa áhuga endilega commentið hér að neðan...

Alfarið fluttur í Nóatúnið...gaman af því :)

Og aldrei að vita nema golf-bakterían sé búin að klófesta mig...Skrapp alla veganna í golf með Sössa og Ægi á Litla Korpuvöllinn í gær og það var gaman fyrir utan ausandi rigningu á seinni 9 (sem urðu reyndar bara 6)...

Well vinnan kallar Ble...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home