Heimsins bezta bull

08 september 2004

Ísland leikur sinn annan leik í undankeppni HM nú í kvöld...og það í Ungverjalandi. Að sjálfsögðu er ég gríðarlega bjartsýnn fyrir leikinn og vonast ég eftir skemmtilegum baráttuleik...Mín spá 3-2 fyrir Ísland...

Um helgina bauð ég nokkrum kunningjum í innflutningspartý að Nóatúni 25...Fín drykkja í gangi, en fannst mér Siddi standa sig lang best...með tilliti til áfengismagns...en tókst honum að klára nánast heila eplasnaffsflösku ásamt öðrum veigum...enda var hann orðinn vel skuggalegur þegar líða tók á nóttina...

Eftir þónokkra drykkju var haldið á nýjan sportbar í Ármúlanum...Þar bar helst til tíðinda að alllur karlaskarinn í hópnum varð fyrir kynferðislegri áreitni af stutthærðri kerlingarbeyglu á fertugsaldi...Var meðal annars einn af meðlimum hópsins bitinn í hálsinn á meðan annar var kýldur á kjammann...



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home