Heimsins bezta bull

12 febrúar 2007

Sælt veri fólkið

Gekk ágætlega á þessu Íslandsmóti í 9-ball á laugardaginn. Lennti á móti Ingu (sem var eina stelpan á mótinu) og vann 11-9, eftir að hafa lennt undir 7-9. Fékk svo allt of erfiðan andstæðing í 16 manna úrslitunum. Heitir Skúli og er einn af fremri snóker og 9-ball spilurum landsins; tapaði 11-4. En já samt mjög gaman að taka þátt :)

Um kvöldið fengum við Ægir meðleigjandi Gumma og frú í heimsókn og spjölluðum um heima og geima til rúmlega 02 en þá fóru þau heim og við Ægir kíktum aðeins í bæinn.

Á Sunnudeginum fór ég svo t.a.m í bíó á myndina Alpha dog. Var með smá efasemdir með þessa mynd þar sem ég vissi að stórsöngvarinn Justin Timberlake væri í einu aðalhlutverkinu. Þessi mynd kom samt mjög skemmtilega á óvart, sérstaklega sú staðreynd að Justin er greinilega vel fær um að leika :)

Annars ætla ég minnst að segja frá söguþræðinum en hún er víst sannsöguleg. Og ætti að vera stranglega bönnuð börnum yngri en 16 ára sökum ofbeldis, grófs talsmáta og kynlífsatriða en starfsmenn sambíós voru geinilega ekki mikið að spá í því þar sem krakkar allt niður í um 10 ára aldur var á myndinni :/

en jæja vonandi fín vika framundan...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home