Jæja langt um liðið...tími til að bulla
Fór á Incubus-tónleikana um síðastliðna helgi og fannst þeir mjög góðir. Mínus menn hituðu upp og var það eini mínusinn við þessa tónleika, því þetta nýja efni þeirra var alls ekki að heilla mig. Kom á óvart að þeir hefðu aðeins spilað í hálftíma, fannst þetta taka mun lengri tíma hjá þeim.
Sléttum hálftíma síðar mættu Incubus menn og trylltu lýðinn. Það skemmtilegasta við þessa hljómsveit er fjölbreytileiki laganna hjá þeim, allt frá rólegum kassagítarslögurum ("Drive (I'll be there)") yfir í hresst rokk ("Anna Mollye","Megalomaniac") og ljósashowið sló næstum því út Muse tónleikana forðum daga :)
Fá fullt hús hjá mér og ekki veit ég á hvaða lyfjum þeir voru sem tókst ekki að skemmta sér vel á þessum tónleikum :/
-------------------
Annars náði gleðin öll völd í gær því Liverpool slógu evrópumeistara Barcelona út í Meistaradeild Evrópu og eru því komnir í 8 liða úrslit :) Yfirspiluðu Spánverjana á köflum og áttu að vera komnir 2-3 mörkum yfir í hálfleik (eins og svo oft áður á þessari leiktíð reyndar :/) Eiður Smári kom svo inná seint í síðari hálfleik (sem betur fer fyrir Liverpool var hann ekki í byrjunarliðinu :S) og skoraði eina mark leiksins nokkuð laglega.
--------------------
Lenti í 3. sæti á síðasta poolmóti og stefni að því að keppa á Players poolmótunum sem byrja 18.mars. Missi reyndar af fyrsta mótinu þar sem ég verð staddur á Akureyri til að fagna 50 ára afmæli Ástu konu Jóns Inga bróður pabba. Vona að hnéð og veðrið verði í lagi svo ég komist á skíði í leiðinni :)
en jæja nóg í bili...
Fór á Incubus-tónleikana um síðastliðna helgi og fannst þeir mjög góðir. Mínus menn hituðu upp og var það eini mínusinn við þessa tónleika, því þetta nýja efni þeirra var alls ekki að heilla mig. Kom á óvart að þeir hefðu aðeins spilað í hálftíma, fannst þetta taka mun lengri tíma hjá þeim.
Sléttum hálftíma síðar mættu Incubus menn og trylltu lýðinn. Það skemmtilegasta við þessa hljómsveit er fjölbreytileiki laganna hjá þeim, allt frá rólegum kassagítarslögurum ("Drive (I'll be there)") yfir í hresst rokk ("Anna Mollye","Megalomaniac") og ljósashowið sló næstum því út Muse tónleikana forðum daga :)
Fá fullt hús hjá mér og ekki veit ég á hvaða lyfjum þeir voru sem tókst ekki að skemmta sér vel á þessum tónleikum :/
-------------------
Annars náði gleðin öll völd í gær því Liverpool slógu evrópumeistara Barcelona út í Meistaradeild Evrópu og eru því komnir í 8 liða úrslit :) Yfirspiluðu Spánverjana á köflum og áttu að vera komnir 2-3 mörkum yfir í hálfleik (eins og svo oft áður á þessari leiktíð reyndar :/) Eiður Smári kom svo inná seint í síðari hálfleik (sem betur fer fyrir Liverpool var hann ekki í byrjunarliðinu :S) og skoraði eina mark leiksins nokkuð laglega.
--------------------
Lenti í 3. sæti á síðasta poolmóti og stefni að því að keppa á Players poolmótunum sem byrja 18.mars. Missi reyndar af fyrsta mótinu þar sem ég verð staddur á Akureyri til að fagna 50 ára afmæli Ástu konu Jóns Inga bróður pabba. Vona að hnéð og veðrið verði í lagi svo ég komist á skíði í leiðinni :)
en jæja nóg í bili...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home