Heimsins bezta bull

14 ágúst 2008

Sælt veri fólkið

Voðalega langt síðan maður bullaði eitthvað en bara gaman af því...

Hef í allt sumar verið að vinna á verkfræðistofunni Ráðbarður Sf. á Hvammstanga sem er í eigu pabba. Vinn aðallega við að mæla með hátæknivæddum gps mælitækjum sem geta mælt lengdir í þrívídd með millimetra nákvæmni ef staða gervihnattanna er viðunandi. Einnig hef ég mikið verið að teikna í forritunum Autocad Map 2007 og Autocad Civil 3D 2009 og hefur sú skoðun mín að það sé fáránlegt að ekki sé kennt á þessi forrit í Landbúnaðarskólanum aukist verulega í sumar. Enda varla hægt að líkja þessu forriti saman við Microstation.

Skólinn byrjar annars á fullu 26. ágúst næstkomandi og verð ég í einstaklingsíbúð þetta árið sem er fínt. Hef í hjáverkum verið að vinna í grasasafninu mínu og vantar þessa stundina aðeins 5 einkímblöðunga til að fullkomna safnið. En í því eiga að vera 37-8 einkímblöðungar og 37-8 tvíkímblöðungar.

En yfir í allt annað...Þessa stundina er ég mjög feginn að borga ekki útsvar í Reykjavík :S Það lítur semsagt út fyrir að fjórði borgarstjórnarmeirihlutinn sé að fara taka völdin. Þetta er svo löngu komið útí algjöra vitleysu. Að mínu mati væri eina vitið að kjósa aftur í Reykjavík enda er fólk löngu hætt að taka mark á þessum hrærigraut í ráðhúsinu...Væri ekki líka góð hugmynd að setja í lög að ef stjórnarmeirihluti slitnar í annað sinn þá ættu sjálfkrafa að fara fram kosningar í því kjördæmi?

Megiði annars vel lifa og eflaust er mjög langt í næsta bull....

14 apríl 2008

Sælt veri fólkið

Síðastliðin helgi var alveg ágæt. Fór með nokkrum nemendum landbúnaðarháskólans til Akureyrar til að fylgjast með Magga bónda og drengjakór bændadeildarinnar flytja lagið "Kyntröll númer 1" í Söngkeppni framhaldsskólanna. Þeir voru að sjálfsögðu langbestir en unnu ekki, eflaust einhver brögð í tafli.

Eftir söngkeppnina fóru langflestir í Sjallan til að sjá Ný Dönsk. Fínt ball og troðfullt hús. Svo var haldið eftirpartý í Þórsheimilinu sem var slitið klukkan 8 þegar fótboltaþjálfarar Þórs komu til vinnu :)

Veðjaði við eina bekkjarsystir mína frekar skondið veðmál. Sá aðili sem klippir fyrr af sér neongrænga söngkeppnis armbandið þarf að greiða hinum eina Tequila flösku og mæta í einn tíma bara í handklæði...Og að sjálfsögðu ætla ég að vinna það veðmál :P

Græddi reyndar flensu á Akureyri á alversta tíma :S ...Þarf að skila Koncept hugmyndum á miðvikudaginn og mála helling af vatnslitamyndum fyrir föstudag :S og 39,5 stigahiti, hausverkur og beinverkir eru ekki að hjálpa til :(

Næ mér nú samt vonandi á mettíma

l8ter

19 mars 2008

Er heima um páskana eins og svo oft áður. Eldhúsinnréttingsbreytingar foreldranna eru yfirstaðnar og þá er komið að næsta verki; mála húsið að innan. Ætlaði að byrja á forstofunni í dag en gat það ekki því einhverjum snillingum tókst að týna málningardósunum á leiðinni frá Málningu hf :S ...En það koma víst fleiri í fyrramálið.

Svona leit eldhúsið fyrir breytingar...



Og í dag lítur það svona út...





Smá breyting :)

En já alla veganna...verð að viðurkenna eitt...Ég datt inní American Idol í gær :S ...

Sé sosum ekkert mikið eftir þeirri tímaeyðslu enda var þetta þrælfínn þáttur, þemað var John Lennon og Paul McCartney...En það sem stóð algjörlega uppúr var þessi frábæri flutningur Katharine McPhee, sem lennti víst í öðru sæti í Idolinu einhvern tíman, á uppáhalds Bítlalaginu mínu "Something" sem George Harrison samndi...



En jæja farinn í háttinn...

11 mars 2008

Góður dagur :)

Komst að því í hádeginu að ég náði Grasafræðiprófinu!

Hef sjaldan verið jafn ánægður með jafn lága einkun ---> 5,2

Um helgina skrapp ég til Reykjavíkur, gisti eins og svo oft áður hjá Munda og spiluðum við ásamt fleirum póker á föstudagskvöldinu, einnig gafst tími til að skoða aðeins næturlífið, spila pool og drekka bjór. Á sunnudagskvöldinu skrapp ég svo ásamt munda á tónleika. Þar var instrumental hljómsveitin For a Minor Reflection að spila ásamt Haun, Shadow Parade og Ólafi Arnalds.

For a Minor Reflection stóðu sig með miklu prýði og eiga greinilega framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum. Ég var þó mun spenntari að sjá loksins Hraun á sviði og stóðu þeir algjörlega undir væntingum :) Shadow Parade voru einnig fínir en eiga miklu betur heima í útvarpi en á sviði. Svo yfirgáfum við svæðið eftir 2 lög hjá Ólafi Arnalds enda við það að sofna við hans "hugljúfu" strengjahljómsveitar tóna. Sem að mínu mati áttu ekki alveg heima á svona rokktónleikum...Samt virkilega góð lög hjá honum að mér heyrðist

22 febrúar 2008

Undarfarnar vikur höfum ég og 3 félagar mínir í umhverfisskipulaginu unnið að gríðarstóru hópverkefni sem fólst í því að hanna útivistargarð í Gylfaflöt í Grafarvogi. Eftir gríðarmikla skissuvinnu og pælingar urðu til tveir A1 plansar (plagöt) sem annars vegar sýnir koncept (hugmynd) garðsins; sem í okkar tilfelli var hrynjandi, og hinsvegar planmynd og sneiðingu í skalanum 1:500. Ég hef ekki hugmynd hversu margar klukkustundir fóru í þetta verk. En þegar við höfðum lokið við að prenta út plansana úr plotternum og lita planmyndina (það var skylda að handlita myndirnar) í gærkvöldi vorum við verulega sáttir. Með plönsunum átti svo að fylgja skýrsla og ákváðum við að útbúa kassalaga kynningar/sölubækling með listrænu sniði í staðinn. Það heppnaðist fullkomlega og bíðum við nú spenntir eftir atvinnutilboðunum.