Heimsins bezta bull

23 mars 2005

Jæja...Þá er sú keppni algjörlega farin útum þúfur...Verðum líklega komnir niður fyrir 100. sætið eftir þessa tvo leiki :(

Ansi skítt þegar landsliðsmenn þurfa að "feika" meiðsli til þess að halda stöðu sinni í sínu félagsliði, en svona er víst fótboltinn :/

22 mars 2005

Sumir eru tapsárari en aðrir :D

Mjög áhugaverðir tónleikar...

Ég er í senn glaður og óánægður með að Bobby Fisher hafi fengið íslenskan ríkisborgararétt...Gleðin felst aðallega í því að með þessu tókst íslenskum stjórnvöldum loksins að valda bandarískum stjórnvöldum vonbrigðum...en óánægður þar sem með þessu eru þeir að brjóta allar þær hefðir sem tíðkast við veitingu þessa réttar...Ritari rónafélagsins ritaði í gær pistil um þetta mál sem ég er nær algjörlega sammála...

Góðar stundir

13 mars 2005

Keypti nýja The Mars Volta diskinn fyrir nokkrum vikum; Frances The Mute. Mögnuð tónlist. Einhverra hluta vegna hefur þessi hljómsveit algjörlega farið fram hjá mér. Rakst hins vegar á umfjöllun um diskinn í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum...og var fljótur að næla mér í eintak...

Diskurinn þarf töluverða hlustun...Minnti all rækilega á þá tíma þegar ég uppgötvaði Radiohead (Ok Computer) fyrir allmörgum árum...

Ekki það að ég sé að líkja þessum hljómsveitum saman...En tilfinningin eftir 4-5 hlustun er mjög svipuð...Mjög góð :D

Er nú þegar að vinna í því að fá fyrsta diskinn þeirra Mars Volta manna...sem ku einnig vera frábær...

En yfir í allt annað...Á hvaða lyfjum eru höfundar Pú og Pa teiknimyndanna sem birtast í reglulega í Fréttablaðinu? :D

08 mars 2005

Var í Kaupmannahöfn um síðastliðna helgi; Árshátíðarferð Málningar. Flugum út á föstudagsmorguninn og komum aftur á sunnudagskveldið. Ferðin heppnaðist í alla staði mjög vel. Frábært hótel, góður matur...Strikið er langt og borgin ósköp fín bara. Lennti meira að segja í al-dönsku partýi í niðurnýddu fjölbýlishúsi á föstudagskveldið...

Það merkilegasta sem ég áttaði mig á í þessari ferð er að danskur Tuborg er mun betri en sá íslenski...

Lét taka upp Idolið og horfði á það á sunnudagskveldið...Davíð datt út... sem kemur svosum ekkert mikið á óvart...Tveir bestu söngvararnir standa eftir og eftir að hafa farið yfir flutning þeirra í keppninni hingað til á www.idol.is tel ég að Hildur Vala vinni þetta nokkuð örugglega næsta föstudag...

Kemur í ljós...