Heimsins bezta bull

26 október 2004

Síðasta helgi var fótboltalega séð einstök skemmtun...Liverpool vann örugglega sinn leik 2-0 (gegn Charlton)...Eiður Smári skoraði þrennu fyrir Chelsea sem vann enn öruggar sinn leik 4-0 (gegn Blackburn)...Arsenal tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir "spræku" Man U liði...2-0....Og ég sjálfur skoraði eitt mark þegar þeir yngri unnu þá eldri, nokkuð örugglega, á gervigrasinu í Laugardal á sunnudaginn :D Þess má geta að ég lá í færum...Sem flestöll vöru stöðvuð af þeim ágæta markverði Halldóri Sigfússyni...

Fór í bíó í gær...Á myndina The Manchurian Candidate...Með Denzel Washington í aðalhlutverki...

Mæli með henni...Sérstaklega verðugt umhugsunarefni í kringum bandarísku forsetakosningarnar...

over and out...

14 október 2004

Allt komið í háaloft eftir landsleikinn...Ekki nema furða!

Grunnmistök þjálfara er að gagnrýna leikmenn sína opinberlega...Held að eitthvað róttægt muni gerast á næstu vikum...


13 október 2004


***************

Leikvika 42 2004
Seðill 1

Miði keyptur: 13.10.04
kl. 13:57:46

Nr. Leikur. Rétt





19 Ísland - Svíþjóð 1 3.50 ?
21 Litháen - Spánn X 3.65 ?
29 Brasilía - Kólumbía X 3.85 ?
Heildarstuðull: 49.18

Verð: 300 kr

Ég styð: 530

***************

Skítur gerist! ...

12 október 2004

Skrapp í fótbolta á gervigrasinu í Laugardal á sunnudagseftirmiðdaginn...Formið var minna en ekki neitt, enda hef ég verið allt of latur við íþróttaiðkun undanfarna mánuði...stendur til bóta næstu mánuðina...Er meira að segja farinn að stunda Skvass einu sinni í viku!

Geri ráð fyrir að vera aldrei aftur sendur í markið...stóð mig með eindæmum illa...(spurning hvort það hafi verið með vilja gert?) og voru menn orðnir frekar pirraðir (aðalega samt ofsinn :D ) á framgöngu minni á þeim bænum...Heyrði ég útundan mér hann hneykslast í sífellu, eins og honum einum er lagið...Bíð spenntur eftir næstu æfingu...Alltaf gaman að pirra ofsann :)

Vil svo minna menn á landsleik Íslands og Svíþjóðar á morgun...verður að öllun líkindum rassskelling á heimsmælikvarða hjá öðru hvoru liðinu.... :D

07 október 2004

Kominn október og enginn nýr pistill...hvað er í gangi!!!

...Borgaði áðan fyrir tuðruspark á sunnudögum á gervigrasi laugardalsvallar...Vonandi verður mætingin betri en síðast...en þá mættu 5 manns og enginn bolti!

Hef samt fulla trú á þessu þar sem hver snillingurinn á fætur öðrum er í þessum galvaska hópi...

Kormákur rules!!