Heimsins bezta bull

29 júlí 2003

Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina...? Ég ætla alla veganna að gera mest lítið...Horfi samt pottþétt á leiki Liverpool við Ajax og Galatasaray...Svo er bara að vona að ekkert sé til í þeim fréttum að Man U menn ætli sér að kaupa Eið Smára í vikunni (samkvæmt hádegisfréttum Bylgjunnar)...

Síðustu tvo sunnudaga hef ég fylgst með nýrri þáttaröð á Stöð 2 sem heitir Taken...Um 10 þætti er að ræða sem fjalla um þrjár fjölskyldur sem á einn eða annan hátt tengjast geimveruheimsóknum. Mæli ég eindregið með þessum þáttum...þeir eru mjög vandaðir, vægast sagt mjög spennandi og fjalla auk þess um mjög áhugavert og umdeilt viðfangsefni...

Kastljósið síðastliðinn sunnudag var mjög einkennilegt...Þarna voru samankomin Bubbi Morthens, Sveppi úr 70 mínútum og Þóra úr Hjartslátt á fleigi ferð...Nokkuð sérstakt þegar sjónvarpið er byrjað að auglýsa aðrar sjónvarpsstöðvar...Því Bubbi gerði lítið annað en að kynna væntanlega Idol stjörnuleit sem byrjar víst á Stöð 2 í haust.

Verði ykkur að Góu

25 júlí 2003

og vonandi er komið nýtt og betra comment-kerfi núna...

21 júlí 2003

Eitthvað gengur Man U mönnum illa að finna eftirmann Beckhams...Samt aldrei að vita nema Djemba Djemba sé týndi hlekkurinn.... :) ;) :)

10 júlí 2003

Harry Kewell skrifaði í gær undir 5 ára samning við Liverpool FC...sjibbí!!

03 júlí 2003

Í gær sá ég auglýsingabækling þar sem söngleikurinn Grease, sem er víst sýndur í Borgaleikhúsinu þessa dagana, var auglýstur...og varð verulega óhress og fylltist mikilli skömm útí þá auglýsingastofu sem bar ábyrgð á þessum hræðilega og niðurlægjandi bæklingi...Það var semsagt búið að klína allmörgum stjörnum á íslenska þjóðfánann! Ekki veit ég betur en að íslensku fánalögin séu ein þau ströngustu í heimi og var ég næstum því búinn að hringja á lögregluna til að tilkynna þessa svívirðingu á íslenska fánanum! Hér með skora ég á Halla Bumbu til að skoða þennan bækling til að samræma aðgerðir í þessu alvarlega máli....

Ríkisstjórnin okkar er alveg einstök. Byrja á því að halda því leyndu rétt fyrir kosningar að bandaríski herinn ætli að hverfa á braut nú í sumar. Síðan tekur hún Siglfirðinga í óæðri endann með því að fresta jarðgöngum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Reyndar var ég aldrei sáttur við þessi áform að gera þessi jarðgöng...Sérstaklega þar sem mikið þennslutímabil er í vændum vegna virkjannaframkvæmda á austurlandi...En heldur ríkisstjórnin að hún komist upp með að svíkja endalaust kosningaloforð?