Heimsins bezta bull

31 mars 2003

Mætti halda að ég hafi verið fullur á laugardagskvöldið...hehehe...Annars var þetta nú ósköp afslappað, drukkin ein Carlsberg kippa svona í tilefni dagsins. Þetta laugardagskvöld komst ég að því að fyndni maðurinn væri kominn á fast aftur...Og þannig hefur staðan víst verið hátt í mánuð...aldrei fæ ég að vita neitt. Mætti halda að hann geymi konuna inní skáp...hef alla veganna ekki séð þau saman síðan í partíinu heima þar sem leiðinlegi Húsvíkingurinn kom við sögu.

Mikil gleðitíðindi bárust frá Bretlandi nú í morgun, þ.e. fyrir Leedsara heimsins. Flónið Peter Ritsdale sagði af sér stjórnarformensku. Hlýtur að teljast gott...En spáið í því; hann er búinn að eyða rúmlega 100 milljón pundum í nýja leikmenn undanfarin ár, samt er liðið í bullandi fallbaráttu þessa stundina. Þetta á ekki að vera hægt.

30 mars 2003

Laugardagskvöld...Ísland tapaði fyrir Skotlandi 2-1...Reyndar fínt mark hjá Eiði Smára...Er samt ekki sáttur...Burt með Atla...Argh...Mjög lélegt leikskipulag...Viggó Mortensen á Hotel Holti og Makkarinn búinn að redda CM4...allt að gerast...Stefnan tekinn á bæinn...Hvað skildi gerast...Líklega ekkert...Öskur að neðan...Listin að lifa...Förum...eða ekki...Bráðum...og gaurinn í eins peysu og ég!...Fyndið...ó'well....Hehehe...Eða eitthvað!?!

27 mars 2003

Núna tala bandamenn um nokkra mánaðar stríð sem í upphafi átti að taka rúmlega viku...hvar endar þetta eiginlega?

Verst að ég gleymdi fótboltanum í gærkvöldi...Var búinn að hringja í Halla Bumbu um klukkan 19.30 til að fá lánaða skóna, eins og venjulega, síðan flýgur á mig lítil fluga, kl. 22.24 og minnir mig á að ég eigi að vera mættur upp í Fylkishöll fyrir 4. mínútum síðan. Merkilegt hvað svona mikilvægir hlutir geta gjörsamlega horfið úr heilabúinu á svo stuttum tíma. Er vonandi ekki að verða veikur...Geðveikur.

24 mars 2003

Jæja...margt að gerast í heiminum...Bandamenn að átta sig á því að Írakar eru húsbóndahollir og eru byrjaðir að horfa, að hluta til...Á meðan lýsa fréttamenn BBC, og CNN stríðinu eins og stórum kappleik...ætli auglýsingatekjunar fari í að greiða hluta af stríðskostnaði?

En yfir í skemmtilegri mál því Liverpool sigruðu Leeds örugglega 3-1 á sunnudaginn og komust, með hjálp Arsenal, loksins upp fyrir Everton í úrvalsdeildinni...Tveir síðustu leikir Liverpool hafa verið stórskemmtilegir fyrir utan úrslitin í þeim fyrri. Liverpoolmenn eru byrjaðir að spila alvöru sóknarbolta...og Michael Owen er byrjaður að gefa stoðsendingar, gæti það verið betra? Nú stefnum við rakleiðis á 4. sætið og skiljum Everton og Chelsea í reykjarmekki fyrir aftan okkur...Og meigi þeir allir detta niður dauðir sem sögðu að Diouf væri verstu kaup leiktíðarinnar...maðurinn er snillingur sem á bara eftir að verða betri.

20 mars 2003

Tekið af Liverpool.is ...Spá forráðamanna síðunnar fyrir leik Liverpool og Celtic í kvöld: "Celtic munu berjast til síðasta blóðdropa en sterk vörn Liverpool mun halda og mun það gefa af sér tvær árangursríkar skyndisóknir. Michael Owen skorar í annarri þeirra og bætir þar með markamet Ian Rush í Evrópukeppnum og svo mun Vladimir Smicer koma öllum á óvörum með því að skora glæsilegt mark með skoti við vinstra vítateigshornið."

Þeir spá semsagt 2-0 fyrir Liverpool...og þeir halda að Smicer muni skora glæsilegt mark....hmmm efa það...en allaveganna spái ég 3-1 fyrir Liverpool...Owen, Riise og Hyypia skora okkar mörk á meðan Larson afgreiðir eitt kvikyndi...

Vil ég hérmeð líka lýsa hneykslun minni á spá forráðamanna Liverpool síðunnar...Því við munum ekki leggjast aftur í vörn, heldur munum við spila sóknarbolta í hæsta gæðaflokki. :)

Í nótt hófst hið svokallaða frelsisstríð Bandaríkjamanna gegn Saddam Hussein, forseta Íraks. Og samkvæmt nýjustu fréttum er ætlun Bandaríkjahers að reyna að sprengja Saddam í loft upp ásamt synum hans og nánasta samstarfsfólki, en reyna að valda öðrum Írökum sem minnstum skaða. Þetta ætla þeir að reyna í nokkra daga áður en þeir grípa til "örþrifaráða" þ.e. allsherjarloftárásir á Írak. Mjög einkennilegt stríð að mínu mati...og þar að auki mjög hættulegt. Í alþjóða samfélaginu hefur stríðið nær engan stuðning, fyrir utan stuðningsyfirlýsingar þeirra ríkja sem hvað mest stóla sig á Bandaríkjamenn, m.a. stuðningsyfirlýsing íslenskra stjórnvalda...sem virðist við fyrstu sýn vera samin eingöngu af forsætis-og utanríkisráðherra landsins. Þessi vinnubrögð eru að pirra mig mjög mikið þessa stundina. Það vita allir að 80-90% landsmanna eru alfarið á móti stríði. Samt er gefin yfirlýsing frá stjórnvöldum, án samráðs við Utanríkismálanefnd, um að íslenska ríkið styðji aðgerðir Bandaríkjamanna...Eitthvað mjög rotið í gangi þarna. Og er ég algjörlega sammála Steingrími J. Sigfússyni að um hneyksli sé að ræða. Seint mun ég þó telja mig Vinstri-grænan...

19 mars 2003

Tekið af www.tilveran.is

Þú veist að heimurinn er að verða brjálaður þegar...

Besti rappari í heimi er hvítur

Besti golfari í heimi er svartur

Frakkar saka Bandaríkjamenn um að vera hrokafulla

og

Þýskaland vill ekki fara í stríð...


"Við vitum að Saddam á gjöreyðingarvopn. Við eigum ennþá afrit að kvittununum."
- George W. Bush

18 mars 2003

Einn Bush brandari sem ég rakst á nýverið:

Bush forseti ákvað að setja af stað kynningarherferð, og fara út á meðal
almennings til að bæta ímynd sína og auka vinsældir.

Hann ákvað að byrja á því að heimsækja grunnskóla, svo hann gæti útskýrt
stefnu sína fyrir skólabörnum.

Eftir að hann hafði lokið máli sínu, spurði hann börnin hvort þau hefðu
einhverjar spurningar.

Stevie litli rétti upp höndina og sagði :

"Herra forseti ég hef 3 spurningar.


Númer 1. Hvernig gast þú verið kosinn forseti með minnihluta atkvæða.
Númer 2. Af hverju ætlar þú að ráðast á Írak án þess að hafa ástæðu.
Númer 3. Telur þú ekki að kjarnorkuárásin á Hiroshima hafi verið stærsta
hryðjuverk sögunnar ? "

Áður en BUSH gat svarað hringdi bjallan skyndilega og allir fóru út í
frímínútur.

Þegar þau komu aftur tilbaka inn í tíma, spurði BUSH aftur hvort þau hefðu
einhverjar spurningar.

Þá rétti Earnie litli upp höndina og sagði:

"Herra forseti ég hef 5 spurningar.

Númer 1. Hvernig gast þú verið kosinn forseti með minnihluta atkvæða.
Númer 2. Af hverju ætlar þú að ráðast á Írak án þess að hafa ástæðu.
Númer 3. Telur þú ekki að kjarnorkuárásin á Hiroshima hafi verið stærsta
hryðjuverk sögunnar ?

Númer 4. Af hverju hringdi bjallan 20 mínútum áður en tíminn var búinn.

Númer 5. Hvar er Stevie?"

14 mars 2003

Var að skoða www.sambioin.is og las þar mér til mikillar ánægju og yndisauka að Sambíoin ogHáskólabíó ætla að lækka miðaverð sín um 6.25% þ.e. úr 800 kr í 750 kr....þvílík gríðarleg hamingja!!

Jæja margt að gerast, og Sössi Bumba á leiðinni til London á fyllerí með fótboltalegu ívafi, hann heppinn...Mæli eindregið með því að þið kynnið ykkur Retire Quickly sem er mjög sniðugt fjármálanámskeið, með mjög góðum tekjumöguleikum...Ég ætla alla veganna að fjárfesta í þessu í næstu viku...Ef þið viljið nánari upplýsingar verið velkominn að hafa samband við mig (með e-mail eða í síma 8485908). Meðal annars verða kynningarfundir um helgina sem ég get skráð ykkur á.

12 mars 2003

Í gær hlóð ég niður (eins og makka-eigendur myndu orða það) nýju Betaútgáfunni af CM4. Um 29.9 mb voru að ræða en hún var vel þess virði. Nýja lúkkið fór mjög vel í mig. Haldið fast í þær góðu breytingar sem gerðar voru á milli CM2 og CM3 útgáfanna en í leiðinni allt endurhannað á mjög skemmtilegan hátt. Spennandi að vita hvað Sössa Bumbu, Makkaranum og Meridesi finnist um nýju útgáfuna enda um svokallaða "CM-fíkla" að ræða (ekki illa meint, ég er ekkert skárri sjálfur)... Næsta skref hjá mér er að athuga hvort IBM thinkpad tölvan mín (400 mhz, 96 mb í vinnsluminni) ráði við leikinn, þá fyrst verð ég ánægður.

10 mars 2003

Var að skoða gras.is áðan og rakst þar á mikla gleðifrétt því Logi Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Lilleström, mun framvegis verða meðlýsandi á Sýn í leikjum Meistaradeildar Evrópu. Sá húmor sem hann kemur með inn í lýsingarnar eru ómetanlegur...sérstaklega var fyndið að fylgjast með Valtýr og Loga lýsa leikjum í den...Heimskan í Valtý og húmorinn í Loga fléttaðist það vel saman að útkoman var gargandi snilld...Vonandi nær Logi að flétta saman sínum snilldar skotum og bæta þar með lýsingarnar á þeim knattspyrnuleikjum sem Sýn sýnir, því þær hafa undanfarin misseri verið á hraðri niðurleið.

07 mars 2003

Var að skoða tilveruna áðan og rambaði á þetta hér...Mjög gott framtak hjá þeim. Efast samt um að Sjónvarpið muni gera eitthvað í málinu, en ef þeir munu gera eitthvað þá verður það vegna þrýstings frá öðrum evrópskum sjónvarpsstöðvum...Nú er bara að bíða og sjá hvernig þessi verkfræðingslagahöfundur muni breyta þessu blessaða viðlagi...býst fastlega við því að það verður enn verra en það er í dag...

06 mars 2003

Mjög dularfull niðurstaða í þessari könnun um gæði drykkjarvatns í heiminum, sem birt var á mbl.is í morgun...Síðast þegar ég vissi var drykkjarvatnið á Íslandi eitt það bezta í heiminum...alla vegana betra en vatnið í Bandaríkjunum...

Jæja þá er það komið á hreint...

05 mars 2003

Í fréttablaðinu í morgun var fjallað um íslenska júróvísion lagið "Segðu mér allt" sem sigraði með miklum yfirburðum í símakosningu fyrir nokkrum vikum síðan. Bent var á það hversu keimlíkt lagið er öðru lagi eftir Richard nokkurn Marx; "Right here waiting". Í greininni er haft eftir Magnúsi Kjartanssyni að "það væri óðs manns æði að fara með þetta lag í lokakeppnina." Ég yrði fyrstur manna til að fagna ef Botnleðja yrði send til Lettlands í staðinn...en ég efast um að það verði gert. Þó lögin séu keimlík þá eru þau langt í frá eins og þar af leiðandi er engin forsenda fyrir að skipta um lag. Það eru til endalaus dæmi um keimlík lög...Til dæmis eru flest þau lög sem send eru í Júróvísion keppnina týpísk "Júróvísion lög" og er lagið "Seðgu mér allt" í þeim hópi. Því er ver og miður að á Íslandi er fjöldin allur af gelgjum sem nýttu sér GSM símann sinn í þessari símakosningu um daginn...En þetta voru úrslitin og þau munu standa.

03 mars 2003

Liverpool vann í gær Man U 2-0 í úrslitum deildarbikarsins. Verst að Halli og Sössi, kenndir við Bumbu, gátu ekki horft á leikinn þar sem þeir eru í 5-leikja verkfalli, til að mótmæla slæglegri framgöngu "Liverpool sóknarinnar" sem hefur ekki verið mikið áberandi í síðustu leikjum. Verst að þeir missa af leikjum Liverpool við Celtic í UEFA keppninni...og verður spennandi að sjá hvort þeir munu standa við verkfallið....

Fór á The Ring á laugardagskvöldið. Fórum í Álfabakkann í boði Sössa, þar sem hann hafði fengið 2 frímiða á myndina, í boði BT.Sössi er ekki mikið fyrir "hryllingsmyndir" og fannst honum því tilvalið að gefa mér miðana, og þakka ég honum kærlega fyrir það.

Á meðan myndinni stóð hélt hann svo "samdrykkju" að Hofsvallagötu 19 með Halla Bumbu, Sidda, "einhverjum dularfullum Þingeying => vinur Sidda" og að mér sýndist hollensku "kærustunni" hans Sigga...Alla veganna var þetta lið orðið mjög "skemmtilegt" uppúr kl. 01 þegar ég og kærastan mættum á svæðið. Sem betur fer, svona hvað svefnfrið varðar, ákváðu þau að fara í bæjarrölt eftir hálftíma viðræðum, um ekki neitt, í forstofunni...Mikið voðalega getur fullt fólk verið leiðinlegt...þó sérstaklega Þingeyingar. (þarna skaut ég mig í löppina...ó well...)