Heimsins bezta bull

21 júlí 2006

Ég ásamt nokkrum kunningjum ætlum í sumarbúðstaðarleiðangur í Skorradalinn um helgina. Tvennt er á dagskrá; drekka mikið af bjór og spila mikið af golfi :)

Við Einar (sumarbúðstaðarskaffari) förum svo nokkuð snemma af stað í bæinn á sunnudeginum því við skráðum okkur á Opna Kjörís-golfmótið í Hveragerði á sunnudaginn. Náðum sem betur fer síðasta hollinu sem leggur af stað kl. 15.

Hverfandi líkur á að veðrið verði slæmt um helgina sem er magnað, sumarið gat bara ekki komið á betri tíma :)

-----------

Var að velta framkvæmdunum við Laugardalsvöll fyrir mér :/ Þessar nýju stúkur eiga að vera tilbúnar fyrir leik Íslendinga og Spánverja 15.ágúst næstkomandi. Er engan veginn að sjá það ganga eftir.

-----------

Orðrómurinn var réttur. Tónleikar með Sigur Rós á Klambratúni sunnudaginn 30. júlí næstkomandi kl. 20.45.

Kostar ekki krónu inn...

Eintóm gleði og hamingja :)

11 júlí 2006

Síðasta vika var þónokkuð viðburðarík. Kláraði nefninlega restina af sumarfríinu á Akureyri. Var þar í góðu yfirlæti hjá elstu systur minni og fjölskyldu. Aðal tilgangur ferðarinnar var samt að mála gluggana á húsinu þeirra; sem var þónokkuð verk þar sem þau búa á annarri hæð með risi í nokkuð gömlu húsi í gamla bænum á Akureyri.

Kom fyrst við á Hvammstanga til að láta gera við fákinn enn eina ferðina. Hjólalega hægra megin að aftan var farin og greinilega þónokkuð langt síðan :) Á meðan á viðgerð stóð skrapp ég til Blöndós og spilaði Vatnahverfisvöllin á 97 höggum.

Gluggamálunin á Akureyri tók samtals um 3 vinnudaga. Því gafst nægur tími í alls konar hangs. Fór í sund bæði á Akureyri og Þelamörk með Tom (írski eiginmaður systur minnar) og Kára Þór (tæplega 3 ára sonur þeirra). Spilaði 9-holu golf við Jón Inga föðurbróður á Þverá í Eyjafirði og vann með 1 höggi; 46/45 :) Skrapp líka á Húsavík og spilaði Katlavöllinn á 100 höggum og lækkaði við það niður í 24.7 í forgjöf :D Lengi búið að vera markmið að spila Katlavöllinn; sérstaklega þar sem pabbi sá að hluta til um að hanna þennan völl á sínum tíma.

Fylgdist að sjálfsögðu með undanúrslitum HM á Cafe Amor ásamt Tom og þýskum vini hans. Þýskaland-Ítalía leikurinn var sérstaklega minnistæður enda frábær fótbolti spilaður hjá báðum liðum.

Fór svo líka í bíó ásamt báðum systrum mínum. Sáum The Brake-up með Jennifer Aniston og Vince Vaughn (já ég fékk ekki að ráða á hvaða mynd við fórum :S:) Myndin var reyndar mun skárri en ég bjóst við. Sá einnig á DVD extended version af myndinni Donnie Darko. Mæli eindregið með henni.

Jæja farinn í bása...golfmót á Selfossi á sunnudaginn