Heimsins bezta bull

24 október 2005

Ég er hetja...

Á föstudaginn skrapp ég norður á Hvammstanga með Fabíóinn í skoðun...Vaknaði rétt fyrir 07.00 og var lagður af stað um kl. 07:30...Kominn á Tangann klukkan 10:00. Skildi fákinn eftir hjá meistara Hilmari og fékk morgunkaffi hjá foreldrunum, því næst var borðuð dýrindis lambasteik í hádegismat og svo auðvitað vöfflur í kaffinu...

Náði í bílinn kl. 16.00 til Hilmars...Flaug víst í gegnum skoðunina fyrir utan að framdekkin voru ónýt :/ ...og auðvitað fékk ég þessi fínu heilsársdekk í staðinn :)

Var lagður af stað til Reykjavíkur kl. 16:40 og var kominn í kjöt og karrý hjá tengdaforeldrunum kl. 18:55...

Kominn í Nóatúnið kl. 19:55...skipti um föt í miklum flýti því ég þurfti að ná leið 11 við Háaleytisbraut kl. 20:28...enda orðinn allt of seinn í síðasta-vetradagsfagnaðinn hjá Málningu; á Players í Kópavogi...

Var kominn á Players kl. 20:50 og þar beið mín kaldur á krananum í massavís og mjög svo hressir vinnufélagar...Kláraði að horfa á Idolið...vann alla í billiard sem þorðu, drakk meiri bjór...og var almennt séð orðinn mjög hress um kl. 23:30...

Þaut því næst útí leigubíl og var stefnan tekin á Hofsvallagötuna til Ægis og Pálma+1
Þar hélt drykkjan áfram; bjór + eitthvað af tequila...Og umræðuefnið er því miður ekki hæft til birtingar á opinberum vettvangi :S

Svo var haldið í bæinn um kl. 01:30...Hressó varð fyrir valinu...og Þar var mikil gleði...reyndar mismikil eftirþví við hvern er átt...+1 varð hreinlega orðlaus hvernig einn úr crew-inu tókst að heilla tjellingarnar.

Var kominn heim uppúr kl. 05:00, með smá stoppi á Devitos auðvitað...

Var mættur "galvaskur" í aukavinnuna kl. 07.59 morguninn eftir

geri aðrir betur :)

20 október 2005

Rakst á skemmtilegt Flash, sem túlkar eitt af síðustu lögum Bítlanna á MJÖG myndrænan hátt...Varúð ekki fyrir viðkvæma

13 október 2005

Vill byrja á að bjóða Makkarann velkominn aftur í "bloggsamfélagið" :D

Ég hef mikinn áhuga á knattspyrnu og hef fylgst, ólíkt Makkaranum, mjög vel með íslenska landsliðinu síðan ég fluttist til "borg óttans."

Þessa dagana spila "strákarnir okkar" 4-5-1 eins og svo mörg önnur Evrópsk lið; með tvo bakverði, tvo miðherja, tvo kantara, tvo djúpa miðjumenn, einn sókndjarfan og einn senter...

Að mörgu leyti mjög áhugavert leikkerfi sem útlitslega séð er mjög varnarsinnað og byggir þar af leiðandi á skyndisóknum. Ef rétt er staðið að hlutunum ætti þetta kerfi að nýtast íslenska landsliðinu mjög vel og hefur í síðustu leikjum virkað mjög vel í fyrri hálfleik. En síðan hefst martröðin, spilaborgin hrinur einhverra hluta vegna og andstæðingarnir komast inní leikinn.

Ef vel á að fara í næstu undankeppni þarf að fá einhvern sérfræðing til að greina þetta vandamál og koma með úrlausnir...

Eins og ég hef áður sagt er árangur í fótbolta mikið til sálfræði-tengdur...því væri ekki vitlaust að fá reyndan íþrótta-sálfræðing til liðs við "strákana okkar" til að "peppa" þá upp fyrir leiki og þá sérstaklega í hálfleik.

Ekki væri verra ef þessi maður væri einnig með þjálfarapróf svona til að spara kostnað (KSÍ er líklega með mjög þröngt "budget" þessa dagana útaf stækkun Laugardalsvallar).

Ásgeir og Logi hafa gert nokkra fína hluti með landsliðið...láta strákana spila mjög sókndjarfan og skemmtilegan fótbolta...en einhverra hluta vegna gleymist varnarleikurinn. Held að þá skorti "peppunar-þekkingu" ala Guðjón Þórðarson...

Tvær lausnir eru því í sjónmáli; láta þá fara og gefa öðrum þjálfara séns...eða fá inn þriðja hjólið sem alfarið sér um að greina hvar vandi landsliðsins liggur...og leysir hann :S

Held að KSÍ taki fyrri kostinn...

06 október 2005

Árið 1918-1919 gekk spænska veikin yfir og felldi um 50 milljónir manna...Nýjustu rannsóknir á veirunni sem olli þessu fári þá benda til þess að um einhvers konar fuglaflensu veiru hafi verið að ræða...

Vísindamennirnir segja þessar niðurstöður undirstrika þá hættu sem mannkyninu stafi af fuglaflensunni.

Ef nýr flensu-faraldur, með jafn skeinuhættri veiru í broddi fylkingar, nær heims-útbreiðslu er líklegt að mun fleiri en 50 milljónir manna muni farast...Því útbreiðsla sýktra einstaklinga verður þúsundfalt meiri en 1918 :S