Heimsins bezta bull

27 maí 2004

Ég vil byrja á því að óska Man U mönnum hjartanlega til hamingju með að ná að smala baráttuhrútnum Alan Smith í sína leikmannahjörð... :) Á örugglega eftir að pluma sig vel enda um feikilega öflugan sóknarmann að ræða...

En yfir í það sem öllu skiptir þessa dagana...Hver verður næsti framkvæmdastjóri Liverpool FC...Ef ég mætti ráða myndi Benitez, þjálfari Valencia, fá stöðuna...en ég yrði einnig sáttur ef brottvikinn Ranieri yrði fenginn til starfans.

Alla veganna mjög spennandi tímar framundan...Og verður Liverpool FC vonandi í góðu formi á næstu leiktíð...og eflaust Alan Smith líka!

Það verður gaman um miðjan Júní...EM í Portúgal að byrja!...Hvernig er annars spáin fyrir úrslitaleikinn?

Mitt skot...Portúgal-Svíþjóð!

(Hef fulla trú á portúgölskum sigri...hlýtur að enda með því að þeir vinni eitthvað! og heimavöllurinn hlýtur að skipta sköpum í þeim efnum...)

Ekkert stress...bless!

23 maí 2004

Skammt stórra högga á milli...

Vona að nýr framkvæmdastjóri (hver sem það verður) geti stýrt Liverpool FC til glæstra sigra á komandi árum...

----

Í gærkvöld lá leiðin í VIP-sal Sambíóanna til að horfa á stórmyndina Troy. Hafði heyrt misjafnar sögur um gæði myndarinnar...En hún var að mínu mati mjög góð...Með þeim betri á þessu ári og mæli ég hiklaust með henni. Og ekki verra að geta drukkið ótakmarkað magn af kóki og borða of mikið af poppi með...Síðan eru þessi leður-rafmagns-hægindastólar í VIP-salnum algjör snilld og algjörlega nauðsynlegir til að njóta rúmlega 3 tíma myndar til hins ýtrasta.

Svo vænti ég að mætingin í fótboltann verði betri í kvöld en undanfarin þrjú skipti...

22 maí 2004

Vill hér með óska frænku minni; Ingunni Björnsdóttur kærlega til hamingju með sigurinn í "Líkami Fyrir Lífið" áskoruninni...Hefði ekkert á móti því að fá milljón í vasann :/

Alveg ótrúlegur árangur verð ég að segja...

17 maí 2004

Gaman af því!...Verður að öllum líkindum stórkostleg upplifun...

Í gær mættu þrír í fótbolta af 14...Frekar slæm mæting :(

Á Laugardaginn gerðust undur og stórmerki...Ég kaus Tyrkland í Eurovision...Enda var lagið þeirra gargandi snilld...En Úkraína átti alveg skilið að vinna...þannig lagað séð.

13 maí 2004

Newcastle klúðraði sínum málum á móti Southampton í gær...gaman af því!

Þar með gulltryggði Liverpool 4.sætið í deildinni...Snilld!

En horfði einhver á undankeppni Eurovision í gær? Mjög dularfull úrslit...hvert slæma "austan-tjalds"lagið af öðru komst áfram...Vægast sagt mjög dularfull kosning.

...ekki það að ég hafi einhvern áhuga á þessari keppni.

12 maí 2004

Búinn að selja miðana til Kaupmannahafnar! Mæli hér með eindregið með smáauglýsingadeild Fréttablaðsins...Á tveimur tímur höfðu 6 manns samband og seldi ég ferðina tveimur stúlkum fyrir um hálftíma síðan. Tapaði reyndar rúmlega 10þ kr á þessu...eða græddi rúmlega 30þ kall...spurning frá hvaða sjónarhóli er litið á málið.

Hins vegar hringdi enginn útaf kettinum mínum...sem því miður þarf að finna annað heimili :(

...Enda kanski ekki besti tíminn til að auglýsa ketti gefins...núna í byrjun sumars...

11 maí 2004

Nýtt blogger-útlit...gaman af því!

Kominn með Metallica-miðana í hendurnar...snilld!

Newcastle klúðraði sínum málum á móti Wolves um helgina...Magnað!

Ef þeir myndu klúðra leiknum á morgun á móti Southampton...Yrði Frábært!

06 maí 2004

Búinn að ganga frá íbúðarkaupum...Fáum Nóatún 25 afhent þann 15.júlí næstkomandi... :)

03 maí 2004

Um helgina fór ég til Hvammstanga með kærustunni. Aðallega til að láta sumardekkin undir "ofurbílinn" minn. Eftir sundferð og mat á laugardeginum hélt ég ásamt fjölskyldunni í heimsókn til Bessastaða...og fékk ég þann heiður að fá að keyra nýja heimilisbílinn; Suzuki Grand Vitara XL7, með 3 lítra 180 hestafla vél...

Greinilegt er að Blönduóslögreglan tekur sér aldrei frí...Meira segja ekki á frídegi verkalýðsins...Í sakleysi mínu hafði ég stillt Cruse Controllinn á rétt yfir 100 km/h á klst... enda beinn og breiður vegur yfir Heggstaðarneshálsinn. Og var auðvitað stoppaður, af hinum eina sanna Hemma löggu...Og verð ég ákeyrður fyrir of hraðann akstur: 105 km/h á klst...Frekar svekkjandi :(

Um kveldið horfði ég á lokaþátt spaugstofunnar fyrir sumarfrí...Í einu orði sagt: Snilldarþáttur! og á eftir fylgdi bráðskemmtilegur annar umræðuþáttur um Eurovision-lögin...

Auðvitað byrjaði svo að snjóa á sunnudeginum...Líklega á sama augnarbliki og sumardekkin voru látin undir...En suður komst ég...rétt fyrir Sporthúsboltan...Mæting var í sögulegu lágmarki...5 manns!!! Sem er náttúrulega bara rugl...En sem betur fer voru þrír í salnum sem voru til í að sparka tuðrunni með okkur.

Og auðvitað vann Liverpool í gær...Nokkuð örugglega meira að segja...Gaman af því :)

jamm og hana nú...