Heimsins bezta bull

18 nóvember 2007

Sælt veri fólkið, ansi langt síðan ég bullaði síðast :/

Er þessa dagana á fullu í námi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri; Umhverfisskipulag sem er mjög skemmtilegt. Reyndar mjög mikið að gera, þarf að skila tveim stórum hópverkefnum 4. desember. Annað þeirra fellst í því að greina uppbygginu og sögu Eyrarbakka og Selfoss. Í hinu eigum við að skrifa skýrslu um Miklatún í Reykjavík.

Félagslífið á Hvanneyri er mjög fjölbreytt og skemmtilegt og finnast nánast upp á hvern dag nýjar hugmyndir um afsökun til að hittast og drekka bjór og aðrar veigar :) Ein skondnasta uppákoman var eflaust núna á föstudaginn en þá fór fram hrútauppboð á vegum Hrútavinafélagsins Hreðjars. Þá var hágæða hrútur leiddur fram í fjárhúsunum og boðnir hlutir í honum. Hluturinn kostaði 500 kr og fylgdi skotglas með og skriflegt leifi um að borða hrútinn í grillveislu sem verður haldin næsta vor. Svo var að sjálfsögðu keppni hver keypti flesta hluti. Ég lét 8 hluti nægja og var langt frá því að vinna.



Í gær var svo Árshátíð nemendafélgsins haldin með pompi og prakt í Brautartungu í Lundareykjadal. Hún heppnaðist að mestu leiti mjög vel og fór að ég held mjög vel fram hjá allflestum. Hljómsveitin veðurguðirnir spiluðu fyrir dansi og gerðu það með stakri prýði.

Skrapp til Danmerkur um síðustu helgi í heimsókn til Sössa. Á föstudeginum var ég dreginn á körfuboltaæfingu með Íslendingaliðinu Guðrúnu. Þar á eftir fórum við á rokkbúlluna "The Rock" og spiluðu rokkgrúbburnar Threshold og Mercenary af stakri snilld. Á laugardeginum fórum við svo á heilmikla skopptónleika með DJ Tiesto í Parken. Geeeðveikir tónleikar :) Alltaf gaman í Danaveldi.

Nokkrar myndir í lokin, neðst er nýjasti nágranni minn 3 vikna Border Collie hvolpur :) en jæja orðið gott í bili...vonandi styttra í næsta bull :P