Heimsins bezta bull

28 ágúst 2003

Man U menn voru heppnir í gær. Að sama skapi voru Tottenham menn heppnir...Svo segir alla veganna Húlli gamli. Þarna sést þessi stigsmunur á Liverpool og Man U mjög vel. Á meðan Liverpool spilar vel þá ná þeir aðeins steindauðu 0-0 jafntefli á sama tíma og Man U spilar illa en klárar samt leikinn 1-0...

Annars leist mér mjög vel á Úlfana í gær...byrjuðu reyndar frekar illa en urðu betri og betri með hverri mínútunni... Nú vantar bara "bjargvættinn" til að koma Úlfunum á réttan kjöl á ný.

You never walk alone...Húlli minn...en ef Everton-Liverpool fer illa á laugardaginn skaltu aldeilis fara að hugsa þinn gang...

p.s. yrði samt hellv...fín afmælisgjöf ef Everton-menn yrðu kjöldregnir í þessum leik...

26 ágúst 2003

Í dag kemur Lord of the Rings; The Two Towers út...vídeókvöld í kvöld...sjibbí...en mun Jóhannes Karl bjarga Úlfunum?

25 ágúst 2003

Makkarinn fer mikinn um frammistöðu Liverpool í undanförnum leikjum. Því miður er ég nánast algjörlega sammála honum hvað leikstílinn varðar...hann verður verri og verri með hverjum leiknum...Það versta er að Húlli gamli virðist ekki sjá vandann...Hann virðist sáttur með þessar kýlingar fram...Hvers vegna þorir hann ekki að láta liðið leika "alvöru" knattspyrnu?!

Ég vona það innilega að í næstu leikjum munum við sjá breytingar á leikstíl liðsins...Það vantar allt hungur í liðið...Að sætta sig við jafntefli við Aston Villa er fáránlegt...sérstaklega þar sem Arsenal og Man U eru, á sama tíma, að spila "alvöru" knattspyrnu...

Hana nú

08 ágúst 2003

Í morgun keypti ég miða á landsleik Íslands og Þýskalands sem verður leikinn á Laugardalsvelli laugardaginn 6. september kl.17.30. Alls fjárfesti ég í 6 miðum fyrir heilar 18000 kr...Stúkan sem varð fyrir valinu er nr. O og er fyrir miðju vallarins Sýnar meginn. Nú er bara að krossleggja fingurnar og vona að Ísland vinni Færeyjar miðvikudaginn 20. ágúst svo liðið eigi einhverja möguleika á öðru sætinu...Áfram Ísland...

Græðum landið með Olís...(Ja Right!)

06 ágúst 2003

Það er stutt milli hláturs og gráturs í boltanum...Sérstaklega á Liverpool.is. Í fyrradag var allt að fara til andskotans vegna slæms gengis á Amsterdam-æfingamótinu...en í dag búast flestir við þrennunni vegna 1-5 sigurs á Aberdeen. Frekar fyndið...

Mér lýst ekkert á þetta Chel$ky-lið...Búnir að kaupa fjóra sterka menn...Bridge, Duff, Geremi og Johnson...Og Veron og J.Cole á leiðinni! Man U menn eru ansi dularfullir að selja Veron...Hélt að þeir þyrftu á honum að halda þar sem Beckham er farinn sína leið...Hann mun örugglega blómstra í vetur eftir tvö mögur ár...Miklu betra að það gerist í Chel$ky en Man U :)

Horfði á heimildarmyndina Bowling for Columbine eftir Michael Moore í gær og sannfærðist endanlega um það að Bandaríkjamenn væru brjálaðir...Mér er alveg sama þó um sé að ræða hálfgerða áróðursmynd...Megin boðskapur myndarinnar var ekki sá að NRF (Landssamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum) væri frá andskotanum kominn heldur sá að aðgengi skotvopna væri allt of auðvelt í Bandaríkjunum...Sem er ekki sniðugt þar sem allflestir Bandaríkjamenn eru skíthræddir við umhverfi sitt...

Bónus...ekkert bruðl (Ja Right!)

05 ágúst 2003

Ásgeir og Logi eru búnir að tilkynna landsliðshópinn í fótbolta sem mætir Færeyingum miðvikudaginn 20. ágúst...Ég er nú bara mjög sáttur við þennan hóp... Sérstaklega ánægður að sjá Veigar Pál í hópnum...enda um algjöran knattspyrnusnilling að ræða... Vona að hann fari sem fyrst úr KR í eitthvað alvöru lið...

Ég var í Reykjavík um verslunarmannahelgina...Horfði meðal annars á furðulegan leik milli Ajax og Liverpool á föstudagskvöldið...Það var aðalega tvennt sem vakti hvað mesta furðu...Kewell var á hægri kantinum! og Owen lék sem varnarsinnaður miðjumaður...Það eina sem var gott við þennan leik voru snilldartilþrif Dudeks í markinu...Sem betur fer missti ég af leik Liverpool og Galatasaray sem var, af sögn, enn verri...

Eitthvað eru menn á Liverpool.is óhressir með gengi Liverpool á þessu æfingarmóti...aðal ástæðan er líklega gott gengi Man U manna í pílagrímsferð sinni til Bandaríkjanna á sama tíma...Ég ætla samt að bíða aðeins með að örvænta...alla veganna eitthvað fram í byrjun ensku deildarinnar...og vonandi þarf ég ekki að örvænta neitt...því ég hef enn fulla trú á gott gengi Liverpool á komandi leiktíð...Það eina sem Húlli þarf að átta sig á er að Kewell á að spila vinstra meginn...og að Diouf er fanta-góður hægra meginn...

Laugardagskvöldið var ósköp skemmtilegt...Ég, Halli, Sössi, Mundi og Ísi skruppum í miðbæjarferð...Komum fyrst við á Nellys en fljótlega enduðum við á Gauknum, sem var aldrei þessu vant tómur. Þar var hljómsveitin Kung Fu að spila fyrir dansi...með Alla tvíbura í fararbroddi (sem kom alveg skemmtilega á óvart)...Mest kom til tíðinda hvað undirritaður getur orðið dulafullur undir áhrifum Magic, Vodka og appelsínusafa...en alla veganna rankaði ég við mér um 6-leytið; fékk mér Hlölla og rölti heim...Well, Halli minn, skulda þér víst miða á leik Íslands og Þýskalands...

Og það heppnast og já já