Heimsins bezta bull

25 apríl 2005

Skrapp í bíó með Munda í gær... Fórum á "Hótel Rwanda" sem sýnd er á IFF

Frábær mynd sem fær mín bestu meðmæli...Mjög áhrifarík og spennandi.

Laugardagskvöldið var vægast sagt mjög skemmtilegt...Var boðið í samdrykkju til Sidda þar sem mættir voru ásamt okkur Sidda; Mummi, Sössi og Halli...Nokkur spenna var í hópnum þar sem von var á kvenkyns vinnufélaga Mumma frá Hagstofunni ásamt "nokkrum vinkonum." Hófst kvöldið með nokkuð harkalegri drykkju þar sem taflborð og taflmenn í formi staupa...fyllt með eplasnafsi og Baileys komu við sögu...Siddi og Mummi voru saman í liði á móti Halla og þar sem ég sat við hliðina á Halla neyddist ég til að drekka nokkur staup...5 eplasnafs og 1 baileys á um 40 mínútum! Skákin endaði með sigri Halla... :)

Um kl. 23.00 var dyrabjöllunni hringt og inn ruddist stormsveit mis fagurra kvenna frá Keflavík, alls 9 stykki! Og fljótlega bættust við Ægir og Mundi svona til að jafna hlut okkar karlmannanna í partýinu...

Á þessum tímapunkti var ég orðinn dulítið flekaður...búinn að drekka til viðbótar við staupin 3 Elephant bjóra (33cl 7,2%)...

Gleðin hélst allt til um rúmlega 01.30 þegar ákveðið var að skella sér niðurí bæ...Karlmönnunum í hópnum tókst misvel að ná sambandi við Keflvísku ungmeyjarnar þetta kvöld...Og var ég m.a. siðgæðisvörður hjá einu paranna (ásamt þrem af þessum áðurnefndu stúlkum :) allt til klukkan 04.30 og var mikið flakkað á milli staða (að vanda)...

Fékk svo far heim og mætti "galvaskur" til vinnu kl. 08.00 daginn eftir :S

Mikil gleði var í gangi og fær Mummi hér með mikið hrós og gott klapp á bakið fyrir að redda svona fínum hóp ungmeyja og breyta venjulegri samdrykkju í þræl skemmtilegt partý :D

Vonandi verður þetta brátt endurtekið!

23 apríl 2005

Spurning dagsins:

Hvað gerði hún af sér?

22 apríl 2005

Jæks....

næstum mánuður síðan ég bullaði síðast...Þetta gengur ekki :/

Margt búið að gerast undanfarnar vikur:

* Liverpool eru komnir í undanúrslit meistarardeildarinnar. Munu mæta Chelsea ...Einkar áhugaverð viðureign :)

* Búinn að fara þrisvar sinnum í golf í Sporthúsinu...á tvo tíma eftir af kortinu sem ég ætla að nýta áður en ég fjárfesti í sumarkortinu á litla Korpu-völlinn...Völlurinn opnar um næstu mánaðarmót...tel niður dagana :)

* Golfáhuginn er kominn í það mikið rugl að ég fjárfesti í Tiger Woods 2004 golfleiknum á PS2...snilldar leikur :)

* Kom sjálfum mér á óvart þegar ég vann Munda 3-0 í snóker í gær...Hafði ekki spilað snóker í nokkra mánuði...Alltaf gaman að vinna Munda ;) ...Snókerstofan Lágmúla 5 er búin að gangast undir miklar endurbætur...Búið að aðskilja Pool-borðin frá Snóker borðunum...Frábærar endurbætur! :D

* Er enn að spila Utopiu í hjáverkum...Er orðinn Monarch í álfa-konungsdæmi :) ...Mikil gleði...Ef einhver hefur áhuga að prófa...þá hef ég eitt laust ríki í bakhöndinni...Mjög skemmtileg dundur ef lítið er að gera í vinnunni :) Og mjög fjölbreyttur hópur af fólki í konungsdæminu...Þemað er einfaldlega "hvar býrðu:" ...

----------------------------------------------------

1. Antwerpen Belgium [EL] - 1,045 Acres (5.6%)
2. Cedar Rapids USA [EL] - 1,030 Acres (5.5%)
3. Ringarum Sweden [EL] - 1,027 Acres (5.5%)
4. Toyama Japan [EL] - 1,008 Acres (5.4%)
5. Tisdale Canada [EL] - 960 Acres (5.2%)
6. Pompano Beach USA [EL] - 957 Acres (5.2%)
7. Seoul Korea [EL] - 925 Acres (5%)
8. Reykjavik Iceland [EL] - 919 Acres (4.9%)
9. Manchester USA [EL] - 880 Acres (4.7%)
9. Budapest Hungary [EL] - 880 Acres (4.7%)
11. Paris France [EL] - 867 Acres (4.7%)
12. Quebec Canada [EL] - 843 Acres (4.5%)
13. Jakarta Canada [EL] - 799 Acres (4.3%)
14. Wednesday [OR] - 734 Acres (4%)
15. Apeldoorn Holland [EL] - 729 Acres (3.9%)
16. DeLand USA [EL] - 718 Acres (3.9%)
17. I can Hurt You [DW] - 695 Acres (3.7%)
18. CowLand [HA] - 678 Acres (3.7%)
19. MiMaC [AV] - 676 Acres (3.6%)
20. Lappeenranta Finland [EL] - 669 Acres (3.6%)
21. DumpOnMe [DW] - 651 Acres (3.5%)
22. Stavanger Norway [EL] - 479 Acres (2.6%)
23. Exeter England [EL] - 406 Acres (2.2%)

----------------------------------------------------

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn :)