Heimsins bezta bull

09 desember 2004

Það rýkti mikil gleði heima hjá Halla Bumbu í gær...Þar voru saman komnir ég, Halli og Sössi Bumba og horfðum við á glæstan sigur Liverpool gegn Olympiacos...3-1...

Lenntum reyndar undir snemma leiks...en snilldar innáskiptingar Rafa Benitez gerðu útaf við leikin í seinnihálfleik...

Nú er bara að vona eftir hagstæðum drætti fyrir 16-liða úrslitin...en dregið verður þann 17.desember næstkomandi...

Svo heyrast gleðifregnir frá NBA-deildinni bandarísku....Aldrei þessu vannt virðast Phoenix Suns vera með eitt af betri liðunum í deildinni....

Gaman af því :D


04 desember 2004

Frekar óheppilegt að fá brot úr bjórflösku í vísifingurinn...Lennti í því í gærkveldi...Skurðurinn er um 1/2 cm og virðist vera nokkuð djúpur...Og þegar ég beigi'ann myndast einhver fáránlegur verkur í líkingu við að puttinn sé brotinn...Þarf líklega að láta kíkja á þetta... :S

Fyrir utan þetta var gærkveldið ósköp fínt...Bjórdrykkjan hófst hjá Sössa Bumbu og voru viðstaddir nokkrir hressir menn...Hressleikinn jókst gífurlega allt þar til við röltum "úr 101-num" "niður í bæ" um tvö-leitið...

Var fyrst haldið á Rex...sem virðist vera í uppáhaldi eftir að Halli Bumba gerðist bankamaður...Þar var Hallinn skilinn eftir ásamt "fagurri snót" og héldu ég, Mummi og Sössi í átt að Gauknum...

Vildi svo skemmtilega til að stórhljómsveitin Kúng Fú var að spila og var því skoppað þar vel frameftir...

Kveldið hefði væntanlega orðið enn skemmtilegra hefði ég ekki þurft að hafa vísifingurinn vafinn í klósettpappír nær allan tímann... :/

p.s. Halli...Við þurfum endilega að reyna þetta bjórtrix seinna...þá með þinn bjór undir ;)

03 desember 2004

Ef þetta reynist rétt þá verður Halli Bumba glaður...(og ég reyndar líka :)