Heimsins bezta bull

31 janúar 2007

Jæja nú grunar mig hvernig þunglyndissjúklingum líður :(

Skelfileg lífsreynsla að tapa þessum leik fyrir Dönum í gær en því miður er ekkert við þessu að gera :/

Strákarnir okkar hafa samt sem áður staðið sig virkilega vel í þessari keppni og eiga svo sannarlega skilið hrós fyrir baráttu og dugnað.

Gengur bara betur næst...en djöfull hefði verið gaman að sigra þessa Dani :S

29 janúar 2007

Loksins tókst það; ég vann 9-ball úrtökumótið í gær :) Lennti fyrst á móti sætu ljóskunni síðan síðast sem heitir víst Bryndís og vann hana 6-2, svo lennti ég á móti eldri manni sem heitir Ómar, alveg ágætur en blaðraði mikið, sá leikur endaði 6-5. Þá lennti ég á móti Fjólu sem er mun betri en hin stelpan og sá leikur endaði 6-3. Að lokum lennti ég á móti erfiðasta keppandanum...Ingu sem er mjög góð :S en marði hana 6-5 með því grísa níunni oní í úrslitaleiknum og lennti þar að auki 5-3 undir. Semsagt mjög ánægjulegur gærdagur og minns búinn að tryggja mér frítt sæti á Íslandsmótið í 9-ball 2007 sem fram fer í Lágmúlanum 10. febrúar. :D

Næstu 2 helgar verða svo þorrablótshelgar...fyrst á Hvammstanga 3.febrúar og svo í vinnunni 9.febrúar...verð sennilega að halda aftur af drykkjunni þann 9. til að vera sem ferskastur á þessu móti :P

og það held ég nú...

22 janúar 2007

Ég er orðlaus...

Áfram Ísland :D

Fín helgi liðin, Fór í pool á föstudaginn og hitti nokkuð fullt fólk frekar óvænt seinna um kvöldið :) Liverpool vann Chelsea örugglega 2-0 :) Skrapp aftur út á lífið á laugardagskvöldið og sá m.a. Lay Low spila á Grandrokk og sötraði svo nokkra bjóra með Munda. Hitti aftur slatta af fullu fólki :) Man U tapaði fyrir Arsenal frekar ósanngjarnt 2-1 á sunnudeginum :D. Íslenska landsliðið skeit á sig í gær á móti Úkraínu en valtaði svo yfir evrópumeistara Frakka í kvöld :D

Var sennilega ekki mjög sniðug hugmynd hjá mér að fara hálfveikur í bæinn enda varð ég enn veikari fyrir vikið :S

er samt allur að koma til sem betur fer...

og já...

Áfram Ísland :D

17 janúar 2007

Það er kominn léttur HM fiðringur í magann minn og verður komandi heimsmeistarmót í handbolta sem nú er haldið í Þýskalandi vonandi það besta hingað til. Íslendingar eru í riðli með Áströlum (sem völtuðu yfir Stóra-Bretland og Írland á æfingamóti í Danmörku :), Úkraínu og Frakklandi. Mjög áhugaverður riðill og er leikur Íslands og Úkraínu algjör lykilleikur sem verður að vinnast. Kvet hér með alla til að skrá sig í stuðningsmannaklúbb íslenska landsliðsins Íblíðuogstríðu og hrópa saman í kór: "ÁFRAM ÍSLAND" :)

Annars er ósköp lítið að frétta af mér, síðasta helgi var mjög róleg, fór reyndar í bíó á laugardagskvöldið á myndina Tenacious D; The Pick of Destiny...nýjasta afurð snillingsins Jack Black og já hún var snilld :)

Hafði fyrir nokkru sett upp myspace-síðu sem var einstaklega léleg þar sem ég kunni nákvæmlega ekkert inná þetta kerfi. Fékk hinsvegar smá leiðsögn um helgina og þetta er afraksturinn :)

en jæja nóg í bili

11 janúar 2007

Ekki alveg að sjá fyrir mér Englendinga spila handbolta, verður alla veganna mjög áhugavert að fylgjast með þeim fram að ólympíuleikunum 2012 :)

08 janúar 2007

Í gær tók ég þátt í úrtökumóti í 9-ball sem haldið var í Lágmúlanum. Þeir sem hreppa fyrsta og annað sætið í þessum mótum fá að keppa frítt á Íslandsmótinu í 9-ball 10. febrúar næstkomandi.

Forgjafarkerfið er nokkuð öðruvísi en ég er vanur, virtist vera huglægt mat umsjónarmanns mótsins. Ég fékk til að mynda 2 í forgjöf á meðan annar gaur sem er einn besti snókerspilari landsins fékk 1 sem þýðir að ef ég hefði lennt á móti honum hefði ég þurft að vinna 6 leiki en hann 5 :S (hann hefur sennilega ekki þekkt gaurinn :/)

Lennti á móti einu stelpunni á mótinu í fyrsta leiknum, mjög sæt ljóska með mjög dýran kjuða :/ Var með 1 í forgjöf þ.a. ég þurfti að vinna 6 ramma og hún 5. Vann þennan leik örugglega 6-0 en hún var samt nokkuð lagin með kjuðann :) Hafði samt mest gaman af því þegar það sást í g-strenginn hennar þegar hún tók sín skot :D

Í öðrum leiknum lennti ég á móti mjög góðum spilara; hann var með 5 í forgjöf þ.a. ég þurfti að vinn 3 ramma en hann 6. Sá leikur endaði 2-6 og að sjálfsögðu fékk ég fínan möguleika á að vinna hann í úrslitarammanum :/

Ég vann svo þriðja leikinn nokkuð örugglega. Lennti þá á móti spilara með sömu forgjöf. Komst í 4-0, hann vann svo 2 ramma og ég 2 síðustu; 6-2.

Í fjórða leiknum lennti ég svo á móti mun betri spilara en gaurinn á undan sem einhverra hluta vegna var líka með sömu forgjöf og ég :/ Hann vann fyrstu 3 rammana og komst svo í 1-5. Ég vann reyndar 2 næstu ramma en hann kláraði þetta svo að lokum 3-6.

Ætla að reyna að komast á öll mótin fram að Íslandsmótinu og vonandi tekst mér að losna við að borga 7500 kr :/

jæja vinnan kallar...

04 janúar 2007

Gleðilegt nýtt ár :)

Jólin voru ósköp róleg og fín hjá mér. Fór til Hvammstanga til foreldranna ásamt systur minni. Þar fór ég í 2 jólaboð; það fyrra var á Bessastöðum á jóladag og það síðar var heima á annan í jólum.

Áramótin voru líka óskop róleg, fékk inni hjá fjölskyldu systur pabba í Breiðholtinu og var boðið uppá kalkúnabringur með hinu ýmsu meðlæti. Nokkuð sérstakt að vera í fyrsta sinn staddur í efra-Breiðholti um áramót, mikil sprengigleði þar um kring. Fór svo um 2 leytið í heimapartý til Halla í Garðabænum ásamt Sössa og Ægi.

Keypti kort í Sporthúsinu í gær sem gildir fram til maí 2007, byrja á fullu þar eftir vinnu.

jamm vona að árið 2007 verði farsælt og gott...