Heimsins bezta bull

30 júlí 2004

Ég hlakka svo til...ég bara hlakka svo tiiiil....

...Enda ekki nema rétt rúmar 2 vikur þangað til að enska úrvalsdeildin byrjar...Hugsa að ég missi af fyrstu leikjunum þar sem ég verð staddur á Ættarmóti á Laugarbakka dagana 14-15. ágúst...Og ég veit ekki betur en að Skjár 1 náist ekki á þessum slóðum :/

Liverpool-menn virka frískir...En verst að Chelsea-menn virka enn frískari :/ ... En það er auðvitað ekkert að marka þessa æfingaleiki.

Flyt inn í nýju íbúðina nú um verslunarhelgina :) ...

Og komst að því í hádeginu að ég þarf að borga samtals um 35000 kr til ríkisins fram að jólum...Sama gamla árlega sagan :( ... Þeir sem geta útskýrt fyrir mér hvers vegna ég lendi í þessu rugli árlega vinsamlegast gefið ykkur fram... Alla veganna er þetta ekki út af útsvars-prósentunni í Húnaþingi-Vestra en hún er nákvæmlega sú sama og í Reykjavík...12.70% (þ.e. undir landsmeðaltali...) :/ ...

 

27 júlí 2004

Horfði á bráðskemmtilegan leik Liverpool og Celtic í gærkveldi...Þar sem lokatölur urðu 5-1 Liverpool-mönnum í vil...Vonandi aðeins byrjunin á endurreisn stórveldisins...

Leikurinn var sýndur á Sýn...Og þar sem ég er ekki með þessa ágætu sjónvarpsstöð varð höfuðvígi Liverpool-klúbbsins...Players í Kópavogi fyrir valinu...

Gaupi lýsti leiknum og held ég að hann hafi sett Íslandsmet í bulli...sem leiddi til mikillra hlátraskallra oft og títt í salnum...

Tók mig til og skráði niður helstu gullkorn í fyrri hálfleik:

"Celtic-menn hafa jafnan verið fastir í föstum leikatriðum"

"Þessi sending var nákvæmlega eins og í teiknimynd!"

"Ég verð að viðurkenna að Biscan lítur alls ekki illa út..."

Svo komu commentin "Skruggufljótur" og "Skruggugóður" all oft upp á yfirborðið

...

Var mál manna að Gaupi hafi verið fullur...líkt og Hemmi Gunn forðum daga.

...En leikurinn var verulega skemmtilegur...Og mynti leikur liðsins all verulega á leikstíl Valencia sem hlýtur að teljast mjög gott.

 

26 júlí 2004

Sumarfríið búið í bili...Búinn að fá afhenta íbúð og er nánast búinn að mála allt sem hægt er að mála...Býst við að við flytjum inn í lok vikunnar.

Fótboltavertíðin er við það að byrja :) Æfingaleikur Liverpool og Celtic í kvöld kl. 23.50 á Sýn :) ... Verður vonandi skemmtilegt tímabil með mörgum glæstum sigrum á öllum vígstöðum.

Bíllinn enn einu sinni bilaður :( ...Keyrði oní eitthverja dæld fyrir helgi og við það eyðilagðist altenatorinn...Held að ég ætti að huga að "nýjum" bíl í nánustu framtíð...Ætla alla veganna ekki að láta gera aftur við blessað hræið...þ.e. eftir þessa viðgerð (kostar víst um 15þ kall :( ... )

Well best að fara að vinnast eitthvað!

Já meðan ég man...Var að fá tilkynningu frá Mastercard-fótboltaklúbbnum...get væntanlega reddað einhverjum miðum á Ísland-Ítalía Á 2500 kr í stað 3500 kr... Áhugasamir hafið samband...Mastercard-Miðasalan byrjar 4. ágúst

07 júlí 2004

Það þarf kanski ekki að nefna það en...METALLICA TÓNLEIKARNIR VORU ÞVÍLÍKA SNILLDIN...Hitti meðal annars fullt af Hvammstangabúum, En Bumburnar, Tomminn og hans besti frændi Svansson voru þó hvergi sjáanlegir. Var að spá í að fara á 50 cent líka en eftir Þessa upplifun er það með öllu óþarft...Toppnum er náð.

Fyndin auglýsingin í Fréttablaðinu í morgun, og í reynd nokkuð fyrisjáanleg...Þar voru SS-menn að nýta sér orð MR Hedfield's um "Bæjarins bestu" pylsunar í fréttatíma sjónvarpsins í gær (eða var það á mánudaginn?)...Vona SS-manna vegna að þeir hafi fengið tilskilin leyfi annars eiga þeir að öllum líkindum eftir að lenda í málsókn...enda liðsmenn Metallica þekktir fyrir mikla hörku í höfundarréttarmálum.

Nóg í bili...vinnan kallar

01 júlí 2004

Smá Pæling...

Samkvæmt heimildum Egilshallar

...er flatarmál Metallica-tónleikasvæðisins 10800 fermetrar (fm)

Á tónleikana verða seldir 18000 miðar sem þýðir 0.6 fm á mann :/

Full lítið pláss fyrir minn smekk...

Hvernig í fjáranum fengu þau leyfi til að selja 3000 miða í viðbót?