Heimsins bezta bull

27 september 2004

Liverpool vann um helgina...gaman af því :D

Í gær skrapp ég á Brodway á dávaldssýningu Sailesh. Mjög fyndin sýning vægast sagt. Hann byrjaði á því að fá sjálfboða upp á svið úr salnum...Ríflega 100 manns buðu sig fram (staðurinn var gjörsamlega troðfullur af fólki)...Þega allir voru komnir með sæti hófst þessi týpíski dávalds-heilaþvottur...En þar sem hugarástand fólks er mjög mismunandi tókst honum aðeins að ná tæplega helmingnum í dásvefn...Þá hófst skemmtunin fyrir alvöru...Gaf hann þeim dáleyddu m.a. raðfullnægingar hægri, vinstri. Lét þau halda að þau væru Kínverjar sem væru að flýja úr brennandi húsi...þar sem skórinn væri súrefnisgríma. Lét þau skipta um kyn....hafa mök við stólinn sinn. Og í hléinu var skipunin sú að þau væru S&M fólk sem ættu að flengja alla áhorfendur sem íklæddust svörtum fatnaði...Mjög fín sýning sem sýndi vel hvað dáleiðsla getur verið öflugt verkfæri ef vel er gert...Set samt spurningamerki við drykkju dávaldsins því að á um 20 mínútna fresti fékk hann sér hot'n Sweet skot og var því orðin vel skakkur og blaðraði í sífellu hvað Íslendingar og sérstaklega íslenskt kvenfólk væri frábært....


21 september 2004

Liverpool tapaði í gær... fyrir merkilega frísku Man Utd. liði... 2-1 Og til að bæta gráu ofan á svart fótbrotnaði Stephen Gerrard og verður frá knattspyrnuiðkun í um 2 mánuði...

var því frekar þunglyndur í morgun... Rakst þá á bloggsíðuna http://www.toothsmith.blogspot.com með hjálp www.batman.is

Takk Batman...þið björguðuð deginum fyrir mér :D

...

Þess má geta að Utópíu-kingdómið mitt er eitt það besta í genesis-heiminum...Erum sem stendur á toppnum hvað stríðssigra varðar...8 stykki og öldin rétt hálfnuð...Gaman af því :D

Hvet sem flesta til taka þátt í nýju öldinni í Legend/battlefields-heiminum sem byrjar í lok mánaðarins...nánari upplýsingar á www.utopiatemple.com

16 september 2004

Flash back...

Fréttamannafundur fyrir síðustu knattspyrnuvertíð...Harry Kewell er spurður af hverju hann gekk frekar í raðir Liverpool en Man Utd...

Hann svarar að bragði að hann vildi frekar ganga til liðs við klúbb sem væri á uppleið (liverpool) en til liðs sem væri nú þegar búið að ná hátindinum (Man. Utd...)

Á síðustu leiktíð þóttu þessi orð Kewells í meira lagi vandræðaleg...Og hafa ansi margir Man U aðdáendur hlegið mikið af þessum orðum...

Sá hlær best sem síðast hlær... :-)

...

Man U menn hljóta að vera með hnút í maganum fyrir mánudagsleikinn...

15 september 2004

Liverpool keppir við Monaco í meistaradeild Evrópu í kvöld...Hlýtur að enda vel :)

10 september 2004

Vil hér með lýsa frati á íbúðarlánasjóð...Stjórn sjóðsins ákvað í gær að lækka vexti á viðbótarlánunum úr 5,3% í 4,35% sem eru við fyrstu sín mjög góðar fréttir en að láta þessa vaxtabreitingu ekki ná eitthvað aftur í tímann er mjög skítt að mínu viti... :(


09 september 2004

Mitt lið í ítölsku deildinni að gera góða hluti...gaman af því

ÉG HATA NORÐMENN!!!... Alla veganna þennan fituhlunk sem dæmdi leik Ungverja og Íslands í undankeppni HM í fótbolta í gær. Held að hann hafi sett heimsmet í vitlausum staðsetningum í leiknum...Hámarkinu var þó náð þegar honum tókst að verða fyrir boltanum rétt hjá vítateig Íslands...sem varð til þess að Íslendingar gustu fram með Eið Smára fremstan í flokki...Þegar hann var svo kominn í upplagt marktækifæri var hann klemmdur milli tveggja varnarmanna Ungverja...Og hvar var dómarinn? Að dóla sér á miðjunni og sá ekkert athugavert við framgang ungversku varnarmannanna...Meiri hel...djö...vitleysan...


08 september 2004

Ísland leikur sinn annan leik í undankeppni HM nú í kvöld...og það í Ungverjalandi. Að sjálfsögðu er ég gríðarlega bjartsýnn fyrir leikinn og vonast ég eftir skemmtilegum baráttuleik...Mín spá 3-2 fyrir Ísland...

Um helgina bauð ég nokkrum kunningjum í innflutningspartý að Nóatúni 25...Fín drykkja í gangi, en fannst mér Siddi standa sig lang best...með tilliti til áfengismagns...en tókst honum að klára nánast heila eplasnaffsflösku ásamt öðrum veigum...enda var hann orðinn vel skuggalegur þegar líða tók á nóttina...

Eftir þónokkra drykkju var haldið á nýjan sportbar í Ármúlanum...Þar bar helst til tíðinda að alllur karlaskarinn í hópnum varð fyrir kynferðislegri áreitni af stutthærðri kerlingarbeyglu á fertugsaldi...Var meðal annars einn af meðlimum hópsins bitinn í hálsinn á meðan annar var kýldur á kjammann...